Engir örðugleikar milli Schumacher og Rosberg 25. mars 2010 10:38 Michael Schumacher og Nico Rosberg vinna vel saman hjá Mercedes, þó sumir blaðamenn vilji kannski etja þeim saman að sögn Rosbergs til að skapa spennandi fyrirsagnir. mynd: Getty Images Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira