Allt smellur hjá Bjartmari Trausti Júlíusson skrifar 2. nóvember 2010 11:22 Skrýtin veröld með Bjartmari og Bergrisunum. Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist **** Skrýtin veröld Bjartmar & BergrisarnirÚtgáfuferill Bjartmars Guðlaugssonar er orðinn ansi langur. Hæst reis stjarna hans á níunda áratugnum með plötunni Í fylgd með fullorðnum, sem er eitt af meistaraverkum íslenskrar poppsögu. Plata sem negldi tíðarandann og hitti algjörlega í mark bæði textalega og tónlistarlega. Bjartmar hélt áfram að gefa út plötur á níunda og tíunda áratugnum, en þá fór minna fyrir honum. Hann er hins vegar að koma sterkur inn með nýju plötunni sem kom út í haust. Skrýtin veröld er plata sem gengur algjörlega upp. Textarnir eru fínir, lögin léttari og meira grípandi en á síðustu Bjartmars plötum, útsetningarnar traustar og hljómurinn góður. Tónlistin er vel útfært rokk í hefðbundnum stíl, textarnir taka sumir ágætlega á málefnum líðandi stundar og svo er bara svo helvíti góð stemning á þessari plötu. Það er eflaust að stórum hluta hljómsveitinni Bergrisunum að þakka. Það munar öllu að hafa almennilega hljómsveit á bak við sig. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Skrýtinni veröld, en við fáum tíu flott lög og texta í flutningi frábærrar hljómsveitar. Það er ekki lítið!Niðurstaða: Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira