Það verður mikið um dýrðir í Kaplakrika í kvöld þegar nágrannaliðin FH og Haukar mætast í N1-deild karla í handbolta.
FH-ingar verða með dagskrá frá 18.30 þar sem meðal annars verður boðið upp á lifandi tónlist.
Mesta athygli vekur þó að Heimir Guðjónsson, þjálfari knattspyrnuliðs FH, mun standa vaktina á grillinu í Krikanum og grilla hamborgara ofan í svanga áhorfendur.
Við hlið hans með brauðin og sósurnar verða aðstoðarþjálfarar FH-liðsins.