Tussuskítt Pawel Bartoszek skrifar 30. júlí 2010 10:30 Af hinum móðursýkislega ótta í garð erlendra fjárfestinga hérlendis hefði mátt halda að Íslendingar hefðu á undanförnum árum verið leiknir grátt af slíku. Varð hrun fjármálakerfisins að tilstuðlan gráðugra útlendinga sem blóðmjólkuðu þjóðina og hurfu svo? Nei. Það voru íslenskir fjárfestar sem keyrðu hagkerfið í kaf meðan íslensk stjórnvöld geispuðu úr leiðindum. Þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir voru einhverjir erlendir fjárfestar sem sýndu þeim áhuga. En þær hugmyndir voru kæfðar í fæðingu. Ekki gekk að útlendingar myndu eignast íslenska banka. Það var gríðarlega mikilvægt að slík þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki kæmust ekki undir erlend yfirráð. Útlendingarnir myndu ekki hafa sömu tilfinningalegu tengslin við Ísland og myndu bara stjórnast af græðgi, en ekki ást sinni á landi og þjóð eins og íslensku eigendurnir. Bankarnir héldust því í íslenskri eigu. Sifjaspellshagkerfinu var bjargað en afkvæmi þess urðu ekki langlíf. Í grundvallaratriðum er andstaðan við erlendar fjárfestingar ekki alger og ætli ríkisstjórnin haldi því ekki fram á góðum dögum að hún vilji meira að segja laða erlenda fjárfesta til landsins. En bara ekki í hvaða tilgangi sem er! Það þykir kannski allt í lagi að útlendingar fjárfesti í íslenskum hugbúnaði eða byggi matvöruverslanir, en að þeir vogi sér að fara reisa virkjanir eða veiða fisk! Það er fásinna! Nú eiga Íslendingar mikið af fiski og mikið af rafmagni en fáa neytendur og fáa forritara svo að það gefur augaleið hvar stærri sóknarfærin liggja. En íslenska fjárfestingastefnan virðist vera þessi: Við viljum alveg að útlendingar fjárfesti hér á landi, nema ef það er vit í því. Þá viljum við gera það sjálf. Auðvitað má heldur ekki missa vatn yfir hverri einustu erlendu fjárfestingu sem á fjöruna rekur. Erlendi fjárfestirinn er auðvitað almennt séð enginn ástarengill, heldur einungis aðili sem á peninga og vill gera eitthvað og græða á því. En svo vill einmitt til um þessar mundir að okkur vantar peninga og okkur bráðvantar líka að eitthvað fari að gerast. Erlendi fjárfestirinn kemur frá útlöndum. Útlönd eru stór og þar eru margir hlutir sem erlendi fjárfestirinn getur fjárfest í svo að allt tal um að hann ásælist hitt eða þetta hérlendis er hreinasta kjaftæði. Það er almennt ekkert sérlega erfitt að hrekja erlenda fjárfesta frá landi. Oftast dugar að láta vita með mislúmskum hætti að nærveru þeirra sé ekki óskað. Fáir vilja stunda viðskipti í ríki þar sem stjórnvöld eru þeim óvinveitt. Erlendi fjárfestirinn veit nefnilega að ef ríkisstjórn landsins vill leggja stein í götu hans þá mun henni takast að gera það. Gildandi lög og reglur eru bitlaus vopn í baráttu við þá sem geta breytt lögunum og sjá svo um framkvæmd þeirra. Þess vegna eru traust stjórnvöld, heilbrigt lagaumhverfi og stöðugt réttarfar líklega ekki síðri gæði í hugum fjárfesta heldur en efnislegar auðlindir. Því hvaða vit er í því að fjárfesta í einhverri blessaðri jarðvarmavirkjun ef menn fá upp á móti sér ríkisstjórn sem ætlar að setja á fót einhvern rannsóknarrétt til að finna eitthvað ólöglegt við kaupin? Auðvitað mun hún svo breyta einhverjum lögum afturvirkt og þjóðnýta allt að lokum. Til hvers að standa í slíku rugli? Ekki það að ég ætli svo að dæma opinbera starfsmenn of hart fyrir að nota djammtungumál í tölvupóstum sem þeir senda eða hyggjast senda sín á milli. Sjálft innihald póstsins sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra sendi óvart á erlendan blaðamann er nefnilega þess eðlis að í öðru ríki hefði það kallað á uppsögn á innan við korteri. Skilaboð út í heim eru: „Á Íslandi starfar ríkisstjórn, með herkjum þó. Þessi varla starfandi ríkisstjórn áskilur sér rétt til að skoða allar erlendar fjárfestingar eftir að þær hafa átt sér stað og meta hvort þær eigi að standa eða ekki. Gildandi lög munu ekki ráða úrslitum við þá ákvörðun heldur skoðun nokkurra afturhaldsseggja í öðrum stjórnarflokkanna. Stjórnsýslan á bak við stjórnina samanstendur síðan af kjaftforum stráklingum sem kunna ekki að senda tölvupóst." Ísland þarf erlendar fjárfestingar en íslenska ríkið vill þær ekki. Og það er skítt. Tussuskítt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Af hinum móðursýkislega ótta í garð erlendra fjárfestinga hérlendis hefði mátt halda að Íslendingar hefðu á undanförnum árum verið leiknir grátt af slíku. Varð hrun fjármálakerfisins að tilstuðlan gráðugra útlendinga sem blóðmjólkuðu þjóðina og hurfu svo? Nei. Það voru íslenskir fjárfestar sem keyrðu hagkerfið í kaf meðan íslensk stjórnvöld geispuðu úr leiðindum. Þegar ríkisbankarnir voru einkavæddir voru einhverjir erlendir fjárfestar sem sýndu þeim áhuga. En þær hugmyndir voru kæfðar í fæðingu. Ekki gekk að útlendingar myndu eignast íslenska banka. Það var gríðarlega mikilvægt að slík þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki kæmust ekki undir erlend yfirráð. Útlendingarnir myndu ekki hafa sömu tilfinningalegu tengslin við Ísland og myndu bara stjórnast af græðgi, en ekki ást sinni á landi og þjóð eins og íslensku eigendurnir. Bankarnir héldust því í íslenskri eigu. Sifjaspellshagkerfinu var bjargað en afkvæmi þess urðu ekki langlíf. Í grundvallaratriðum er andstaðan við erlendar fjárfestingar ekki alger og ætli ríkisstjórnin haldi því ekki fram á góðum dögum að hún vilji meira að segja laða erlenda fjárfesta til landsins. En bara ekki í hvaða tilgangi sem er! Það þykir kannski allt í lagi að útlendingar fjárfesti í íslenskum hugbúnaði eða byggi matvöruverslanir, en að þeir vogi sér að fara reisa virkjanir eða veiða fisk! Það er fásinna! Nú eiga Íslendingar mikið af fiski og mikið af rafmagni en fáa neytendur og fáa forritara svo að það gefur augaleið hvar stærri sóknarfærin liggja. En íslenska fjárfestingastefnan virðist vera þessi: Við viljum alveg að útlendingar fjárfesti hér á landi, nema ef það er vit í því. Þá viljum við gera það sjálf. Auðvitað má heldur ekki missa vatn yfir hverri einustu erlendu fjárfestingu sem á fjöruna rekur. Erlendi fjárfestirinn er auðvitað almennt séð enginn ástarengill, heldur einungis aðili sem á peninga og vill gera eitthvað og græða á því. En svo vill einmitt til um þessar mundir að okkur vantar peninga og okkur bráðvantar líka að eitthvað fari að gerast. Erlendi fjárfestirinn kemur frá útlöndum. Útlönd eru stór og þar eru margir hlutir sem erlendi fjárfestirinn getur fjárfest í svo að allt tal um að hann ásælist hitt eða þetta hérlendis er hreinasta kjaftæði. Það er almennt ekkert sérlega erfitt að hrekja erlenda fjárfesta frá landi. Oftast dugar að láta vita með mislúmskum hætti að nærveru þeirra sé ekki óskað. Fáir vilja stunda viðskipti í ríki þar sem stjórnvöld eru þeim óvinveitt. Erlendi fjárfestirinn veit nefnilega að ef ríkisstjórn landsins vill leggja stein í götu hans þá mun henni takast að gera það. Gildandi lög og reglur eru bitlaus vopn í baráttu við þá sem geta breytt lögunum og sjá svo um framkvæmd þeirra. Þess vegna eru traust stjórnvöld, heilbrigt lagaumhverfi og stöðugt réttarfar líklega ekki síðri gæði í hugum fjárfesta heldur en efnislegar auðlindir. Því hvaða vit er í því að fjárfesta í einhverri blessaðri jarðvarmavirkjun ef menn fá upp á móti sér ríkisstjórn sem ætlar að setja á fót einhvern rannsóknarrétt til að finna eitthvað ólöglegt við kaupin? Auðvitað mun hún svo breyta einhverjum lögum afturvirkt og þjóðnýta allt að lokum. Til hvers að standa í slíku rugli? Ekki það að ég ætli svo að dæma opinbera starfsmenn of hart fyrir að nota djammtungumál í tölvupóstum sem þeir senda eða hyggjast senda sín á milli. Sjálft innihald póstsins sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra sendi óvart á erlendan blaðamann er nefnilega þess eðlis að í öðru ríki hefði það kallað á uppsögn á innan við korteri. Skilaboð út í heim eru: „Á Íslandi starfar ríkisstjórn, með herkjum þó. Þessi varla starfandi ríkisstjórn áskilur sér rétt til að skoða allar erlendar fjárfestingar eftir að þær hafa átt sér stað og meta hvort þær eigi að standa eða ekki. Gildandi lög munu ekki ráða úrslitum við þá ákvörðun heldur skoðun nokkurra afturhaldsseggja í öðrum stjórnarflokkanna. Stjórnsýslan á bak við stjórnina samanstendur síðan af kjaftforum stráklingum sem kunna ekki að senda tölvupóst." Ísland þarf erlendar fjárfestingar en íslenska ríkið vill þær ekki. Og það er skítt. Tussuskítt.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun