Óvíst hvort lífsýni finnist á meintu morðvopni Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. september 2010 12:07 Óvíst er hvort lífsýni finnist á veiðihnífnum sem lögregla telur að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað til að bana Hannesi Þór Helgasyni. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi. Lögreglan verst allra frétta af tegund hnífsins sem 15 ára gamlir piltar fundu við smábátahöfnina í Hafnarfirði laust fyrir helgi og afhentu lögreglunni á laugardagskvöldið. Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið, en hnífurinn passar við lýsingu og hugmyndir lögreglunnar og fannst á staðnum sem Gunnar Rúnar sagðist hafa kastað honum. Fréttavefur Mbl greindi frá því að um veiðihníf væri að ræða, hefðbundinn útivistarhníf. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi þar sem framkvæmd verður lífsýnarannsókn og er það algjört forgangsverkefni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er lögreglan full meðvituð um að hnífurinn hafði legið í söltu vatni svo vikum skipti áður en hann fannst, auk þess sem ungmennin sem fundu hnífinn höfðu haft hann undir höndum í nokkra daga áður en hann var afhentur lögreglu. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill hins vegar ekki svara því hvort ungmennin hafi þrifið hnífinn eða hvort saltur sjórinn í höfninni kunni að hafa spillt sönnunargögnum. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur lögreglan engin haldbær sönnunargögn annað en játningu Gunnars Rúnars því ekki liggja fyrir niðurstöður úr lífsýnarannsóknum á blóði sem fannst á skóm sakborningsins. Ekki lágu fyrir neinar nýjar niðurstöður úr lífsýnarannsóknum í morgun. Gunnar Rúnar verður í skýrslutökum áfram í dag, en hann hefur setið í einangrun á Litla Hrauni. Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gengi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
Óvíst er hvort lífsýni finnist á veiðihnífnum sem lögregla telur að Gunnar Rúnar Sigurþórsson hafi notað til að bana Hannesi Þór Helgasyni. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi. Lögreglan verst allra frétta af tegund hnífsins sem 15 ára gamlir piltar fundu við smábátahöfnina í Hafnarfirði laust fyrir helgi og afhentu lögreglunni á laugardagskvöldið. Lögreglan telur sig hafa fundið morðvopnið, en hnífurinn passar við lýsingu og hugmyndir lögreglunnar og fannst á staðnum sem Gunnar Rúnar sagðist hafa kastað honum. Fréttavefur Mbl greindi frá því að um veiðihníf væri að ræða, hefðbundinn útivistarhníf. Hnífurinn var sendur til Svíþjóðar í gærkvöldi þar sem framkvæmd verður lífsýnarannsókn og er það algjört forgangsverkefni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar er lögreglan full meðvituð um að hnífurinn hafði legið í söltu vatni svo vikum skipti áður en hann fannst, auk þess sem ungmennin sem fundu hnífinn höfðu haft hann undir höndum í nokkra daga áður en hann var afhentur lögreglu. Björgvin Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, vill hins vegar ekki svara því hvort ungmennin hafi þrifið hnífinn eða hvort saltur sjórinn í höfninni kunni að hafa spillt sönnunargögnum. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur lögreglan engin haldbær sönnunargögn annað en játningu Gunnars Rúnars því ekki liggja fyrir niðurstöður úr lífsýnarannsóknum á blóði sem fannst á skóm sakborningsins. Ekki lágu fyrir neinar nýjar niðurstöður úr lífsýnarannsóknum í morgun. Gunnar Rúnar verður í skýrslutökum áfram í dag, en hann hefur setið í einangrun á Litla Hrauni.
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gengi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira