Scumacher spenntur vegna titilslagsins 12. nóvember 2010 09:11 Michael Schumacher á ferð í Abu Dhabi. Mynd: Getty Images/Ker Robertson Michael Schumacher hjá Mercedes er spenntur fyrir titilslag helgarinnar og þætti ekkert óeðlilegt ef Sebastian Vettel gefur eftir sæti til Mark Webber, liðsfélaga hans hjá Red Bull ef þörf krefur í titilslag fjögurra ökumanna. Lokamótið er í Abu Dhabi um helgina og fyrstu æfingar í dag. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull muni hagræða úrslitum varðandi ökumenn sína, til að eiga sem mesta möguleika, en eigandi fyrirtækisins og framkvæmdarstjóri hafa tekið fyrir slíkt síðustu daga. Hver sem raunin verður þegar á hólminn er komið og hvort Vettel sjálfur ákveður að gefa eftir sæti, verði hann á undan Webber. Aðspurður um hvort slíkt væri ósanngjarnt sagði meistarinn sjöfaldi, Schumacher; "Það fer eftir því hvað menn sjá sem ósanngjarnt og ekki. Er ósanngjarnt að vinna keppni, ef þú ert fljótari? Ég er ekk viss um að hægt sé að tala um að það sé ósanngjarnt. Við verðum allir spenntir að sjá hvað gerist, líka frá mínum bæjardyrum séð af því ég veit ekki hvað hann (Vettel )er að hugsa", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. Frægt varð á þessu ári þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér og gaf eftir mögulegan sigur. Alonso fékk þannig 7 stigum meira en ella og stendur því best að vígi í lokamótinu, 8 stigum á undan Webber, en 15 á undan Vettel. "Þetta er mjög áhugavert fyrir okkur alla frá ólíkum sjónarhóli. Það hefur ekki verið svona harður slagur og ég hef aldrei séð þrjá til fjóra mögulega meistara, að ég held. Það hefur gengið upp og niður og óvænt atvik gerst. Þetta er búið að vera áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist í lokamótinu." "Ég get ímyndað mér hvað er í gangi í hugum keppenda. En hver vinnur titilinn? Ég myndi ekki vilja veðja um það. Ég er bara ánægður að við erum búnir að laga okkar bíl til og ég er þokkalega ánægður með hann og hlakka til framhaldsins", sagði Schumacher. Sýnd verður samantekt frá fyrstu æfingum í Abu Dhabi á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld. Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes er spenntur fyrir titilslag helgarinnar og þætti ekkert óeðlilegt ef Sebastian Vettel gefur eftir sæti til Mark Webber, liðsfélaga hans hjá Red Bull ef þörf krefur í titilslag fjögurra ökumanna. Lokamótið er í Abu Dhabi um helgina og fyrstu æfingar í dag. Mikið hefur verið spáð í hvort Red Bull muni hagræða úrslitum varðandi ökumenn sína, til að eiga sem mesta möguleika, en eigandi fyrirtækisins og framkvæmdarstjóri hafa tekið fyrir slíkt síðustu daga. Hver sem raunin verður þegar á hólminn er komið og hvort Vettel sjálfur ákveður að gefa eftir sæti, verði hann á undan Webber. Aðspurður um hvort slíkt væri ósanngjarnt sagði meistarinn sjöfaldi, Schumacher; "Það fer eftir því hvað menn sjá sem ósanngjarnt og ekki. Er ósanngjarnt að vinna keppni, ef þú ert fljótari? Ég er ekk viss um að hægt sé að tala um að það sé ósanngjarnt. Við verðum allir spenntir að sjá hvað gerist, líka frá mínum bæjardyrum séð af því ég veit ekki hvað hann (Vettel )er að hugsa", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. Frægt varð á þessu ári þegar Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér og gaf eftir mögulegan sigur. Alonso fékk þannig 7 stigum meira en ella og stendur því best að vígi í lokamótinu, 8 stigum á undan Webber, en 15 á undan Vettel. "Þetta er mjög áhugavert fyrir okkur alla frá ólíkum sjónarhóli. Það hefur ekki verið svona harður slagur og ég hef aldrei séð þrjá til fjóra mögulega meistara, að ég held. Það hefur gengið upp og niður og óvænt atvik gerst. Þetta er búið að vera áhugavert og spennandi að sjá hvað gerist í lokamótinu." "Ég get ímyndað mér hvað er í gangi í hugum keppenda. En hver vinnur titilinn? Ég myndi ekki vilja veðja um það. Ég er bara ánægður að við erum búnir að laga okkar bíl til og ég er þokkalega ánægður með hann og hlakka til framhaldsins", sagði Schumacher. Sýnd verður samantekt frá fyrstu æfingum í Abu Dhabi á Stöð 2 Sport kl. 21.00 í kvöld.
Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira