Dregið hefur verið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og einnig var dregið í undanúrslit.
Manchester United mætir Bayern München í átta liða úrslitum og sigurvegarar þeirrar viðureignar fær sigurvegara úr viðureign frönsku liðanna Lyon og Bordeaux.
Arsenal og Barcelona eigast við og sigurvegarinn úr þeirri rimmu leikur gegn Inter eða CSKA Moskvu í undanúrslitunum.
Fyrri leikirnir í átta liða úrslitunum verða 30. og 31. mars en þeir síðari 7. og 8. apríl.
Átta liða úrslitin:
Lyon - Bordeaux
FC Bayern - Man Utd
Arsenal - Barcelona
Inter - CSKA Moskva
Undanúrslitin:
Arsenal/Barc - Inter/CSKA
Bayern/ManU - Lyon/Bordeaux