Hamilton ætlar sér fleiri sigra 4. júní 2010 15:37 Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Tyrklandi með Nicole Scherzinger, Jensob Button og liðsmönnum McLaren. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann sinn fyrsta sigur um síðustu helgi og um aðra helgi keppir hann í Montreal í Kanada. Ekki hefur verið keppt þar síðan 2007, en þá vann einmitt Hamilton. "Það var afrek að vinna loks sigur á árinu. Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu marki í ár og það var sannkölluð blessun að það tókst. Það var góð tilfinning. Mér fannst ég öflugur alla mótshelgina vissi að ég gat sótt að Red Bull", sagði Hamilton á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hamilton kvaðst mjög þakklátur liðinu og segir að McLaren hafi unnið gott verk alla mótshelgina, bæði innan og utan brautar. "Það eru nærri 10 mót síðan ég vann síðast, en það er allt í lagi. Flestir ökumenn yrðu ánægðir engu að síður. Hjá sumum líða 20, 50 eða 100 mót milli sigra. Ég er þakklátur fyrir mína stöðu. Ég er sannfærður um að við náum fleiri sigrum með sama hugarfari." "Við förum til Kanada fullir ákefðar og ég finn stígandann í liðinu. Ég fann það sama árið 2008 og veit að við getum náð góðum árangri saman á næstu sex mánuðum", sagði Hamilton. Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann sinn fyrsta sigur um síðustu helgi og um aðra helgi keppir hann í Montreal í Kanada. Ekki hefur verið keppt þar síðan 2007, en þá vann einmitt Hamilton. "Það var afrek að vinna loks sigur á árinu. Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu marki í ár og það var sannkölluð blessun að það tókst. Það var góð tilfinning. Mér fannst ég öflugur alla mótshelgina vissi að ég gat sótt að Red Bull", sagði Hamilton á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hamilton kvaðst mjög þakklátur liðinu og segir að McLaren hafi unnið gott verk alla mótshelgina, bæði innan og utan brautar. "Það eru nærri 10 mót síðan ég vann síðast, en það er allt í lagi. Flestir ökumenn yrðu ánægðir engu að síður. Hjá sumum líða 20, 50 eða 100 mót milli sigra. Ég er þakklátur fyrir mína stöðu. Ég er sannfærður um að við náum fleiri sigrum með sama hugarfari." "Við förum til Kanada fullir ákefðar og ég finn stígandann í liðinu. Ég fann það sama árið 2008 og veit að við getum náð góðum árangri saman á næstu sex mánuðum", sagði Hamilton.
Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira