Jose Mourinho, þjálfari Inter, ætlar ekki að láta Lionel Messi komast upp með álíka takta og hann sýndi gegn Arsenal er hann skoraði fjögur mörk í síðari leik Barcelona og Arsenal í Meistaradeildinni.
Mourinho er þegar byrjaður að klippa saman myndbönd fyrir leikmenn sína af Messi og hann verður með njósnara á leik Barcelona og Real Madrid um helgina.
Mourinho hyggst kenna leikmönnum sínum nákvæmlega hvernig eigi nákvæmlega að stöðva Messi.
Hermt er að Mourinho muni halda marga fundi með varnar- og miðjumönnum liðsins og þeir verði einnig sérstaklega æfðir í því að stöðva Messi á æfingum ef það er á annað borð hægt.