Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls 8. júlí 2010 10:30 Héraðsdómur Reykjavíkur. Myndin er tekin í gær þegar þingfesting var í máli fjórmenningana sem smygluðu kókaíni frá spáni. Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september. Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september.
Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00