Fylgismenn Samfylkingar klofnir í afstöðu til ákæra 24. september 2010 06:30 Tæplega helmingur stuðningsmanna Samfylkingarinnar vill að einhver af ráðherrunum í ríkisstjórninni sem sat í hruninu verði ákærður. Meirihluti Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana. Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvort draga eigi einhverja af þeim ráðherrum sem sátu í hruninu fyrir landsdóm. Meirihluti stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks vill ákæra ráðherrana, en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins eru því almennt andstæðir. Meirihluti landsmanna vill að einhverjir af þeim ráðherrum sem sátu í ríkisstjórn Geirs H. Haarde í hruninu verði sóttir til saka fyrir landsdómi. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. Alls sögðust 61,2 prósent vilja að einhverjir ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi. Um 38,8 prósent vildu ekki að neinn af ráðherrunum yrði ákærður. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vilja 45,8 prósent þeirra sem sögðust myndu styðja Samfylkinguna að einhver ráðherranna verði ákærður, en 54,2 prósent sögðust ekki vilja ákæra ráðherrana. Meðal stuðningsmanna Vinstri grænna var eindreginn stuðningur við ákærurnar. Alls vilja 80,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu ákæra, en 19,7 prósent eru því mótfallin. Aðeins 25,4 prósent þeirra sem sögðust myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði gengið til kosninga nú vilja að ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Mikill meirihluti, 74,6 prósent, er því andvígur. Um 65 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust vilja ákæra einhvern af ráðherrunum, en 35 prósent voru því andvíg. Ekki reyndist tölfræðilega marktækt að reikna afstöðu stuðningsmanna Hreyfingarinnar eða Borgarahreyfingarinnar. Þingmannanefnd sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis náði ekki samkomulagi um hvort kæra ætti fyrrum ráðherrana. Þingmenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar voru sammála um að ákæra ætti fjóra fyrrum ráðherra, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni vildu ákæra þrjá ráðherra, Geir, Ingibjörgu og Árna. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni vildu ekki ákæra ráðherrana. Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 23. september. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Á að ákæra fyrir landsdómi einhvern af ráðherrunum í ríkisstjórn Geirs H. Haarde sem sat í hruninu? Alls tóku 79,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira