Snæfell varð í gærkvöld Íslandsmeistari í körfubolta í fyrsta skipti í sögu félagsins er liðið rúllaði yfir Keflavík í oddaleik í Sláturhúsinu.
Snæfell er því tvöfaldur meistari í ár en liðið vann einnig bikarkeppni KKÍ. Sannarlega magnaður árangur hjá liðinu frá Stykkishólmi.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti vopnaður myndavél í Sláturhúsið í gær og myndaði fögnuð Hólmara.
Afraksturinn má sjá í albúminu hér að neðan.
Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.