Wayne Rooney er í byrjunarliði Manchester United sem mætir FC Bayern í Meistaradeildinni klukkan 18:45.
BBC greinir frá þessu en Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, útilokaði það í viðtali í gær að Rooney tæki þátt í leiknum.
FC Bayern vann fyrri leikinn 2-1 í Þýskalandi en í þeim leik meiddist Rooney á ökkla og gat ekki tekið þátt í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Chelsea á laugardaginn. Talið var að hann myndi einnig missa af síðari leiknum gegn Bayern en nú er víst að svo er ekki.
Dimitar Berbatov er settur á bekkinn eftir slaka frammistöðu í síðustu tveimur leikjum. Annars er byrjunarlið United svona skipað: Van der Sar, Evra, Ferdinand, Rooney, Vidic, Carrick, Nani, Rafael, Fletcher, Valencia, Gibson.