Fótbolti

Berlusconi íhugar að selja Milan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/AFP

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, veltir því fyrir sér þessa dagana að selja félagið sem hann hefur farið fyrir í ein 24 ár.

„Ég gæti selt félagið.  Það myndi eyðileggja fyrir vinsældum mínum að selja félagið. Þetta er ekki auðveld ákvörðun. Munið þið þegar ég seldi Kaká? Þá tapaði ég kosningum. Það verður samt ekki auðvelt að finna kaupanda miðað við efnahagsástandið," sagði Berlusconi.

Stuðningsmenn félagsins eru allt annað en kátir við rekstur félagsins þessa dagana en það stendur illa fjárhagslega. Félagið þarf að skera mjög hraustlega niður í rekstrinum í sumar, þarf að selja menn og líklega verða engir keyptir.

Hermt var á dögunum að ríkir Rússar ætluðu sér að kaupa félagið en því var fljótlega hafnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×