Urðu frá að hverfa í gær 30. september 2010 05:15 Landamærahliðið við Erez Baráttan við ísraelska landamæraverði og herforingja líktist helst atburðum úr skáldsögu eftir Kafka, segir Sveinn Rúnar.nordicphotos/AFP „Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira