Fótbolti

David Beckham: Man Utd er með eins gott lið og 1999

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/AFP
David Beckham, leikmaður AC Milan, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í

Manchester United í Meistaradeildinni og það er óhætt að segja að enski landsliðsmaðurinn hafi stoltið senunni í enskum fjölmiðlum í aðdraganda leiksins.

„Þeir eru með alveg eins gott lið í dag og við vorum með þegar við unnum þrennuna árið 1999," sagði David Beckham á blaðamannafundi. Hann lék í tólf ár með United og var einn lykilmanna liðsins þegar liðið varð enskur meistari, enskur bikarmeistari og vann Meistaradeildina 1998-99.

„Meistaradeildin er mikilvæg fyrir mörg félög og United teflir alltaf fram sterku liði," bætti Beckham við.

„Þetta verður tilfinningarík stund fyrir mig því ég er stuðningsmaður United. Þetta verður nefnilega í fyrsta sinn sem ég óska þess að United tapi. Það er mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik og komast áfram í næstu umferð," sagði David Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×