Fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm 11. september 2010 17:00 Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 skilaði skýrslu til Alþingis í dag. Skýrslan var birt opinberlega klukkan fimm en áður höfðu þingmenn allra flokka fjallað um skýrsluna á þingflokksfundum.Þingmannanefndin þríklofin Fulltrúar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar í þingmannanefndinni leggja til að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dregin fyrir landsdóm. Fulltrúar Samfylkingarinnnar vilja að Geir, Ingibjörg og Árni verði kærð og þá leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni til að ekkert þeirra verði ákært fyrir landsdóm.Landsdómur ekki áður kallaður saman Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi. Dómurinn hefur það eina hlutverk að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Í landsdómi eiga sæti fimm hæstaréttardómarar, lagaprófessor, dómstjórinn í Reykjavík og átta aðrir sem kjörnir eru af Alþingi. Alþingi kaus síðast í landsdóm árið 2005 til sex ára. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Þingmannanefnd undir forystu Atla Gíslasonar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort og þá hvaða fyrrverandi ráðherra eigi að draga fyrir landsdóm. Fimm nefndarmenn af níu vilja að fjórir ráðherrar verði kærðir fyrir landsdóm. Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 skilaði skýrslu til Alþingis í dag. Skýrslan var birt opinberlega klukkan fimm en áður höfðu þingmenn allra flokka fjallað um skýrsluna á þingflokksfundum.Þingmannanefndin þríklofin Fulltrúar Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar í þingmannanefndinni leggja til að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, verði dregin fyrir landsdóm. Fulltrúar Samfylkingarinnnar vilja að Geir, Ingibjörg og Árni verði kærð og þá leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni til að ekkert þeirra verði ákært fyrir landsdóm.Landsdómur ekki áður kallaður saman Landsdómur hefur aldrei verið kallaður saman á Íslandi. Dómurinn hefur það eina hlutverk að dæma í málum sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum vegna embættisreksturs þeirra. Í landsdómi eiga sæti fimm hæstaréttardómarar, lagaprófessor, dómstjórinn í Reykjavík og átta aðrir sem kjörnir eru af Alþingi. Alþingi kaus síðast í landsdóm árið 2005 til sex ára.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31 Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22 Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33 Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01 Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54 Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27 Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Hannes Hólmsteinn: Geir og Ingibjörg eru ekki glæpamenn "Þau Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, eru ekki glæpamenn, þótt oft hafi þeim eflaust verið mislagðar hendur í aðdraganda bankahrunsins,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Ákveði meirihluti þingmanna að ákæra Geir og Ingibjörg vill Hannes að sömu þingmenn verði gert að sæta ábyrgð fyrir misnotkun valds. 11. september 2010 15:31
Sigurður Líndal: Ég myndi sýkna ráðherrana Erfitt gæti orðið fyrir landsdóm að komast að annarri niðurstöðu en sýknu fari svo að fyrrverandi ráðherrar verði dregnir fyrir dóminn. Þetta er mat Sigurðar Líndal, lagaprófessors, en hann segir að refsiheimildir í lögum séu ekki nægilega skýrar. 11. september 2010 12:22
Geir tjáir sig ekki Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst ekki tjá sig í dag um skýrslu þingmannanefndar sem lögð verður fram seinnipartinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, ætlar ekki að tjá sig um skýrsluna fyrr en hún hefur séð hvað kemur fram í henni. 11. september 2010 13:33
Þingflokkar funda um skýrsluna Þingmenn allra flokka eru í þessum töluðu orðum að koma sér fyrir á þingflokksfundum niðrá Alþingi. Þar fá þeir munnlega skýrslu frá nefndarmönnum í þingmannanefnd sem ætlað var að móta viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Skýrslan verður ekki gerð opinber fyrr en klukkan fimm. 11. september 2010 15:01
Niðurstöður kynntar þingflokkum klukkan þrjú Það skýrist í dag hvort einhverjir fyrrverandi ráðherrar verða kærðir til Landsdóms en þingmannanefnd sem fjallað hefur um rannsóknarskýrslu Alþingis lauk störfum í gær. Niðurstöður nefndarinnar verða kynntar þingflokkunum klukkan þrjú í dag og klukkan fimm verður skýrsla nefndarinnar gerð opinber. 11. september 2010 09:54
Mun leiða til átaka "Sama hvaða niðurstaða kemur út úr vinnu þessara nefndar og Alþingis í kjölfarið mun það leiða til átaka í samfélaginu," segir Baldur Þórhallsson, prófsessor í stjórnmálafræði og varaþingmaður Samfylkingarinnar, um þingmannanefnd sem hefur undanfarna mánuði fjallað um rannsóknarskýrslu Alþingis. Skýrsla nefndarinnar verður gerð opinber síðdegis í dag. 11. september 2010 11:27
Niðurstöðu um ábyrgð ráðherranna vænst í dag Þingnefnd sem Alþingi skipaði til að fjalla um mögulega ábyrgð ráðherra vegna efnahagshrunsins árið 2008 mun skila Alþingi niðurstöðu sinni klukkan 17 í dag. Nefndin getur lagt það til við Alþingi að ákveðnir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. 11. september 2010 08:45