Fúkyrðaflaumur og níð Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. janúar 2010 06:15 Umræður og orðaskak um Icesave-samninginn, og allar þær vendingar sem það mál hefur tekið, gefa tilefni til vangaveltna um það plan sem samfélagsumræða á Íslandi er tíðum á. Opin ummælakerfi á Netinu hafa verið veita fyrir gífuryrði, persónulegar meiðingar og jafnvel hótanir. Þetta fer að miklu leyti fram í skjóli nafnleyndar en þó ekki eingöngu. Velta má fyrir sér hvort nafnlaus fúkyrðaflaumur hafi smám saman flutt til velsæmismörk í umræðunni og orðanotkun sem engum kom til hugar að beita á almennum og opnum vettvangi hafi smám saman orðið ásættanleg og jafnvel brúkleg undir nafni, í það minnsta ef notandinn situr einn fyrir framan skjá sinn. Það hefur löngum verið talið til dyggða að vera orðvar og sanngjarn í umræðu. Vissulega fylgja margir þeirri ágætu hefð. Þó er sýnt að gífuryrði setja sífellt meiri svip á þjóðfélagsumræðuna ekki bara á Netinu heldur hvarvetna sem slík umræða fer fram, jafnvel í þingsölum. Auk stóryrða vill það einkenna umræðuna að snúa skoðunum fólks upp á lyndiseinkunn. Þeir sem eru á öndverðum meiði við mælandann, eða þann sem á lyklaborðið styður, fá yfir sig fúkyrðagusuna og stimpla um laklegt vitsmunastig, ásamt fullyrðingum um illan ásetning sem viðkomandi er talinn afhjúpa með skoðunum sínum. Þarna er engu til sparað og notuð orð eins og landráðamaður og þjóðníðingur. Umræðukerfið á Netinu ætti að geta verið frjór vettvangur skoðanaskipta og dæmi eru um að slíkt sé raunin. Algengara er því miður að umræðukerfið sé veita sem notuð er til að fá útrás fyrir reiði, útrás sem betur væri fengin eftir öðrum leiðum. Það er eðlilegt að umrót undanfarinna mánaða kalli á snörp skoðanaskipti og það er heldur ekkert skrýtið að margir séu sárreiðir yfir þeirri stöðu sem íslenskt samfélag komst í, nánast eins og hendi væri veifað, um haustið 2008. Við það breyttust einnig persónulegar aðstæður fjölmargra og sú framtíðarsýn sem við þeim blasti. Slíkar aðstæður koma róti á tilfinningalífið. Jafnmikilvægt er þó að skoðanaskipti séu málefnaleg og falli ekki á það plan að verða persónulegt skítkast. Á slíkri umræðu verður ekki reist nýtt og betra samfélag. Það er vænlegra til árangurs að færa málefnaleg rök fyrir skoðunum sínum, hlusta á rök þeirra sem eru á annarri skoðun, krefja þá um haldbetri rök ef manni sýnist svo og vera sjálfur tilbúinn til að útskýra mál sitt betur. Hitt, að ætla að þeim sem eru annarrar skoðunar en maður sjálfur gangi illt til eða að skoðun þeirra byggi á vitsmunaskorti, er meiðandi fyrir alla sem að koma og laklegt byggingarefni fyrir betra samfélag, auk þess að vera einstaklega óskemmtilegt. Hvöss og gagnrýnin samfélagsumræða er svo sannarlega mikilvæg, ekki síst í því umróti sem nú ríkir. Slík umræða fer á engan hátt saman um orðljóta umræðu og persónulegt níð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Umræður og orðaskak um Icesave-samninginn, og allar þær vendingar sem það mál hefur tekið, gefa tilefni til vangaveltna um það plan sem samfélagsumræða á Íslandi er tíðum á. Opin ummælakerfi á Netinu hafa verið veita fyrir gífuryrði, persónulegar meiðingar og jafnvel hótanir. Þetta fer að miklu leyti fram í skjóli nafnleyndar en þó ekki eingöngu. Velta má fyrir sér hvort nafnlaus fúkyrðaflaumur hafi smám saman flutt til velsæmismörk í umræðunni og orðanotkun sem engum kom til hugar að beita á almennum og opnum vettvangi hafi smám saman orðið ásættanleg og jafnvel brúkleg undir nafni, í það minnsta ef notandinn situr einn fyrir framan skjá sinn. Það hefur löngum verið talið til dyggða að vera orðvar og sanngjarn í umræðu. Vissulega fylgja margir þeirri ágætu hefð. Þó er sýnt að gífuryrði setja sífellt meiri svip á þjóðfélagsumræðuna ekki bara á Netinu heldur hvarvetna sem slík umræða fer fram, jafnvel í þingsölum. Auk stóryrða vill það einkenna umræðuna að snúa skoðunum fólks upp á lyndiseinkunn. Þeir sem eru á öndverðum meiði við mælandann, eða þann sem á lyklaborðið styður, fá yfir sig fúkyrðagusuna og stimpla um laklegt vitsmunastig, ásamt fullyrðingum um illan ásetning sem viðkomandi er talinn afhjúpa með skoðunum sínum. Þarna er engu til sparað og notuð orð eins og landráðamaður og þjóðníðingur. Umræðukerfið á Netinu ætti að geta verið frjór vettvangur skoðanaskipta og dæmi eru um að slíkt sé raunin. Algengara er því miður að umræðukerfið sé veita sem notuð er til að fá útrás fyrir reiði, útrás sem betur væri fengin eftir öðrum leiðum. Það er eðlilegt að umrót undanfarinna mánaða kalli á snörp skoðanaskipti og það er heldur ekkert skrýtið að margir séu sárreiðir yfir þeirri stöðu sem íslenskt samfélag komst í, nánast eins og hendi væri veifað, um haustið 2008. Við það breyttust einnig persónulegar aðstæður fjölmargra og sú framtíðarsýn sem við þeim blasti. Slíkar aðstæður koma róti á tilfinningalífið. Jafnmikilvægt er þó að skoðanaskipti séu málefnaleg og falli ekki á það plan að verða persónulegt skítkast. Á slíkri umræðu verður ekki reist nýtt og betra samfélag. Það er vænlegra til árangurs að færa málefnaleg rök fyrir skoðunum sínum, hlusta á rök þeirra sem eru á annarri skoðun, krefja þá um haldbetri rök ef manni sýnist svo og vera sjálfur tilbúinn til að útskýra mál sitt betur. Hitt, að ætla að þeim sem eru annarrar skoðunar en maður sjálfur gangi illt til eða að skoðun þeirra byggi á vitsmunaskorti, er meiðandi fyrir alla sem að koma og laklegt byggingarefni fyrir betra samfélag, auk þess að vera einstaklega óskemmtilegt. Hvöss og gagnrýnin samfélagsumræða er svo sannarlega mikilvæg, ekki síst í því umróti sem nú ríkir. Slík umræða fer á engan hátt saman um orðljóta umræðu og persónulegt níð.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun