„Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, en við töpuðum þessu í þriðja leikhlutanum," sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Keflvíkingum 96-104 í 6.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.
Fjölnir hafði undirtökin í leiknum í fyrri hálfleik en lítið gekk hjá þeim í þeim síðari.
„Við misstum buxurnar alveg niður á hæla í síðari hálfleiknum og hættum að spila vörn," sagði Örvar.
„Ég er samt sem áður mjög ánægður með liðið því þeir gáfust aldrei upp og börðust alveg þangað til að dómarinn flautaði leikinn af".
„Keflvíkingarnir eru með gríðarlega reynslu sem var okkur erfið í kvöld og síðan hafa þeir heldur betur dottið í lukkupottinn þegar þeir fengu nýja leikmanninn en hann er svakalega góður," sagði Örvar svekktur eftir tapið í kvöld.
Örvar: Töpuðum leiknum í þriðja leikhluta
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

