Tækifæri til umbóta á að nýta Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. apríl 2010 07:15 Samningur ríkisins við Bændasamtök Íslands, svonefndur búnaðarlagasamningur, rennur út í ár. Bændasamtökin og fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafa þegar haldið fyrstu fundi um mögulega endurnýjun samningsins. Fullt tilefni virðist hins vegar til að staldra aðeins við og íhuga hvort ekki sé vert að nota þetta tækifæri til að koma á breytingum. Ríkisstjórnin hefur boðað margháttaðar breytingar á stjórnsýslunni sem meðal annars felast í sameiningu ráðuneyta og stofnana ríkisins. Undir lok síðasta mánaðar upplýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um vilja sinn til að fækka ráðuneytum úr tólf í níu á þessu ári og taldi raunsætt að fækka mætti ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent á næstu tveimur til þremur árum. Rætt hefur verið um að félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti verði sameinuð í nýtt velferðarráðuneyti, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti og að ráðuneyti samgangna og dómsmála verði lögð saman í innanríkisráðuneyti. „Sé horft til þess að ríkisstofnanir eru í dag um tvö hundruð talsins og margar þeirra sinna svipuðum verkefnum er ljóst að ná má fram verulegri langtímahagræðingu í rekstri með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu á milli þeirra," sagði Jóhanna í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar og bætti við að þarna yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hafi sér stað í ríkisrekstri hér á landi. Í ljósi þess sem á undan er gengið í hagstjórn hér á landi bera því væntanlega fáir í mót að hér sé umbóta þörf á mörgum sviðum stjórnsýslunnar. Má í því sambandi minna á að í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands eru gerðar athugasemdir við að Bændasamtökunum sé falin stjórnsýsla landbúnaðarmála. Bændasamtökunum sé til að mynda ætlað að greiða ríkisstyrki til einstakra bænda. Þá sé öll tölfræði um íslenskan landbúnað vanþróuð og byggi í mörgum tilfellum á áætluðum stærðum fremur en rauntölum. Bent er á að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið sé of veikburða til að sinna stjórnsýslu landbúnaðarmála. Hagsmunasamtök bænda virðast hafa bæði töglin og hagldirnar. Núna virðist því einboðið að taka til greina ábendingar þær sem fram koma í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þessar brotalamir í stjórnsýslunni og láta úrbæturnar ríma við fyrirhugaðar breytingar á ríkisrekstrinum. Núna þegar samningur ríkisins við bændur um starfsemi Bændasamtakanna er að renna út er eðlilegt að taka þau mál til heildstæðrar skoðunar í samhengi við stefnu ríkisins til lengri tíma og hljóta þau mál að verða tekin upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar, en ekki frágengin milli landbúnaðarráðuneytisins og samtaka bænda án þess að þar komi fleiri að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Samningur ríkisins við Bændasamtök Íslands, svonefndur búnaðarlagasamningur, rennur út í ár. Bændasamtökin og fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafa þegar haldið fyrstu fundi um mögulega endurnýjun samningsins. Fullt tilefni virðist hins vegar til að staldra aðeins við og íhuga hvort ekki sé vert að nota þetta tækifæri til að koma á breytingum. Ríkisstjórnin hefur boðað margháttaðar breytingar á stjórnsýslunni sem meðal annars felast í sameiningu ráðuneyta og stofnana ríkisins. Undir lok síðasta mánaðar upplýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um vilja sinn til að fækka ráðuneytum úr tólf í níu á þessu ári og taldi raunsætt að fækka mætti ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent á næstu tveimur til þremur árum. Rætt hefur verið um að félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti verði sameinuð í nýtt velferðarráðuneyti, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti og að ráðuneyti samgangna og dómsmála verði lögð saman í innanríkisráðuneyti. „Sé horft til þess að ríkisstofnanir eru í dag um tvö hundruð talsins og margar þeirra sinna svipuðum verkefnum er ljóst að ná má fram verulegri langtímahagræðingu í rekstri með því að sameina stofnanir og endurskoða verkaskiptingu á milli þeirra," sagði Jóhanna í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar og bætti við að þarna yrði um að ræða umfangsmestu breytingar og uppstokkun sem átt hafi sér stað í ríkisrekstri hér á landi. Í ljósi þess sem á undan er gengið í hagstjórn hér á landi bera því væntanlega fáir í mót að hér sé umbóta þörf á mörgum sviðum stjórnsýslunnar. Má í því sambandi minna á að í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands eru gerðar athugasemdir við að Bændasamtökunum sé falin stjórnsýsla landbúnaðarmála. Bændasamtökunum sé til að mynda ætlað að greiða ríkisstyrki til einstakra bænda. Þá sé öll tölfræði um íslenskan landbúnað vanþróuð og byggi í mörgum tilfellum á áætluðum stærðum fremur en rauntölum. Bent er á að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið sé of veikburða til að sinna stjórnsýslu landbúnaðarmála. Hagsmunasamtök bænda virðast hafa bæði töglin og hagldirnar. Núna virðist því einboðið að taka til greina ábendingar þær sem fram koma í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um þessar brotalamir í stjórnsýslunni og láta úrbæturnar ríma við fyrirhugaðar breytingar á ríkisrekstrinum. Núna þegar samningur ríkisins við bændur um starfsemi Bændasamtakanna er að renna út er eðlilegt að taka þau mál til heildstæðrar skoðunar í samhengi við stefnu ríkisins til lengri tíma og hljóta þau mál að verða tekin upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar, en ekki frágengin milli landbúnaðarráðuneytisins og samtaka bænda án þess að þar komi fleiri að.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun