Fremstu menn verð að sýna skynsemi 27. júní 2010 08:54 Adrian Newey og Christian Horner stýra gangi mála hjá Red Bull, en Newey er aðalhönnur liðsins og Horner framkvæmdarstjóri. Mynd: Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag. Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag.
Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira