Fremstu menn verð að sýna skynsemi 27. júní 2010 08:54 Adrian Newey og Christian Horner stýra gangi mála hjá Red Bull, en Newey er aðalhönnur liðsins og Horner framkvæmdarstjóri. Mynd: Getty Images Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag. Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segist treysta ökumönnum sínum að sýna aðgát í fyrstu beygju á brautinni í Valencia í dag, en þeir Sebastian Vettel og Mark Webber lentu í árekstri á dögunum og köstuðu frá sér fyrsta og öðru sætinu í Tyrklandi. Vettel er fremstur á ráslínu í Valencia og Webber ræsir af stað við hlið hans og báðir aka með Red Bull. Fyrir aftan eru Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. "Þeir eru báðir fagmenn og ég þarf ekki að segja meira. Vissulega var málið rætt eftir tímatökuna á fundi, en ég geri ekki ráð fyrir neinum uppákomum á milli þeirra", sagði Horner á autosport.com í morgun. "Auðvitað höfum við margsinns rætt þetta, en ég er ekki hræddur um að svipað muni gerast á ný. Maður skyldi aldrei segja aldrei, en ég held við höfum lært okkar lexíu." "Ég vona að ökumenn okkar lendi ekki í hremmingum að öðru leyti. Okkur hefur stundum gengið vel í tímatökum og verið óheppnir á kappakstursdag, en við þurfum að ræsa vel af stað, útfæra þjónustuhléið vel og ekki láta það verða okkur að falli ef öryggisbíll kemur út á brautina. Við erum á besta stað á ráslínu og verðum vonandi heppnir í keppninni", sagði Horner. Bein útsending er frá mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í dag.
Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira