Fótbolti

Eiður Smári í öðru sæti í kjörinu í þriðja sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Vilhelm
Eiður Smári Guðjohnsen komst í kvöldi í hóp með föður sínum Arnóri Guðjohnsen í 2. til 4. sætið yfir þá sem hafa oftast hafnað í 2. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins.

Eiður Smári var einnig í 2. sæti 2003 og 2006 en Arnór varð annar í kjörinu 1982, 1986 og 1994.

Júdómaðurinn Bjarni Friðriksson hefur oftast allra endað í öðru sæti eða fjórum sinnum en handboltamaðurinn Kristján Arason hefur einnig endað þrísvar í öðru sæti eins og feðgarnir. Ólíkt þeim þá var Kristján aldrei kosinn Íþróttamaður ársins.

Oftast í öðru sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 1956-2009:

Bjarni Friðriksson 4 sinnum

Arnór Guðjohnsen 3 sinnum

Kristján Arason 3 sinnum

Eiður Smári Guðjohnsen 3 sinnum

Örn Arnarson 2 sinnum

Jón Arnar Magnússon 2 sinnum

Jón Þ. Ólafsson 2 sinnum

Geir Sveinsson 2 sinnum

Geir Hallsteinsson 2 sinnum

Ólafur Stefánsson 2 sinnum

Ásgeir Sigurvinsson 2 sinnum

Eðvarð Þór Eðvarðsson 2 sinnum

Bjarni Stefánsson 2 sinnum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×