Umfjöllun: Reynsla meistarana gerði gæfumuninn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2010 22:31 Mynd/Valli Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn nánast allan tíman og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Þegar upp var staðið var reynsla Snæfellinga það sem gerði gæfumuninn og þeir unnu að lokum 102-97. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-2 en þá tóku Íslandsmeistararnir við og fóru í gang með mikla skotsýningu en varla skota fór forgörðum hjá þeim í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti leikhlutinn minnti óneitanlega á fyrsta tíu mínúturnar í fimmta leik úrslitaeinvígisins á síðustu leiktíð þegar Snæfellingar unnu Keflvíkinga og skoruðu heil 37 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var 31-43 Snæfellingum í vil eftir einn leikhluta. Fjölnismenn voru samt sem áður að spila ágætlega og leikurinn galopinn. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta mjög vel og minnkuðu muninn í 48-44. Snæfellingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun og áttu erfitt með að hitta í kröfuna. Þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Fjölnismenn að komast yfir 51-50. Snæfellingar réðu ekkert við Ægir Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis en hann er aðeins 19 ára og gríðarlegt efni. Ben Stywall, nýr leikmaður Fjölnis, var einnig að spila virkilega vel. Staðan var 57-54 í hálfleik og heimamenn heldur betur mættir til leiks. Snæfellingar léku frábærlega í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum náði þeir aðeins að skora 11 stig og spiluðu skelfilega. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var sjaldan meira en eitt stig. Þegar komið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 80-80 og allt í járnum. Fjölnismenn skoruðu átta stig í röð í byrjun fjórða leikhlutans og komust í 88-80. Ægir Þór Steinarsson hélt áfram að stríða Snæfellingum og var að leika óaðfinnanlega. Snæfellingar hittu úr fáum skotum og ekkert virtist ganga upp hjá þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, ákvað þá að tala leikhlé og messa yfir sínum mönnum. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og Snæfellingar skoruðu 14 stig í röð á stuttum tíma, staðan var þá orðin 88-94 gestunum í vil. Magnaður sprettur hjá meisturunum og mikil spennan hélst í leiknum. Snæfellingar náðu að halda nokkra stiga forystu út leiktímann og unnu fínan sigur 102 - 97. Fjölnismenn geta farið fullir sjálfstraust frá þessum leik og voru að spila mjög vel á köflum. Snæfellingar verða án efa sterkir í vetur en þeir eru með gríðarlega breiðan og sterkan hóp.Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/ 11 stoðsendingar, Ben Stywall 25/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/2 fráköst, Jón Sverrisson 7/ 3 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2,Snæfell: Ryan Anthony Amoroso 31/ 13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10/ 4 stoðsendingar, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Egill Eigilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2, Dominos-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Snæfell byrjuðu leiktímabilið eins og þeir enduðu það síðasta með fínum sigri á Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Leikurinn var jafn nánast allan tíman og liðin skiptust á að hafa yfirhöndina. Þegar upp var staðið var reynsla Snæfellinga það sem gerði gæfumuninn og þeir unnu að lokum 102-97. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-2 en þá tóku Íslandsmeistararnir við og fóru í gang með mikla skotsýningu en varla skota fór forgörðum hjá þeim í fyrsta leikhlutanum. Fyrsti leikhlutinn minnti óneitanlega á fyrsta tíu mínúturnar í fimmta leik úrslitaeinvígisins á síðustu leiktíð þegar Snæfellingar unnu Keflvíkinga og skoruðu heil 37 stig í fyrsta leikhluta. Staðan var 31-43 Snæfellingum í vil eftir einn leikhluta. Fjölnismenn voru samt sem áður að spila ágætlega og leikurinn galopinn. Fjölnismenn byrjuðu annan leikhluta mjög vel og minnkuðu muninn í 48-44. Snæfellingar náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun og áttu erfitt með að hitta í kröfuna. Þegar um 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Fjölnismenn að komast yfir 51-50. Snæfellingar réðu ekkert við Ægir Þór Steinarsson, leikmann Fjölnis en hann er aðeins 19 ára og gríðarlegt efni. Ben Stywall, nýr leikmaður Fjölnis, var einnig að spila virkilega vel. Staðan var 57-54 í hálfleik og heimamenn heldur betur mættir til leiks. Snæfellingar léku frábærlega í fyrsta leikhlutanum en í þeim öðrum náði þeir aðeins að skora 11 stig og spiluðu skelfilega. Liðin skiptust síðan á að hafa forystu í þriðja leikhlutanum og munurinn var sjaldan meira en eitt stig. Þegar komið var í fjórða og síðasta leikhlutann var staðan 80-80 og allt í járnum. Fjölnismenn skoruðu átta stig í röð í byrjun fjórða leikhlutans og komust í 88-80. Ægir Þór Steinarsson hélt áfram að stríða Snæfellingum og var að leika óaðfinnanlega. Snæfellingar hittu úr fáum skotum og ekkert virtist ganga upp hjá þeim. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfellinga, ákvað þá að tala leikhlé og messa yfir sínum mönnum. Það var allt annað lið sem kom til leiks eftir leikhléið og Snæfellingar skoruðu 14 stig í röð á stuttum tíma, staðan var þá orðin 88-94 gestunum í vil. Magnaður sprettur hjá meisturunum og mikil spennan hélst í leiknum. Snæfellingar náðu að halda nokkra stiga forystu út leiktímann og unnu fínan sigur 102 - 97. Fjölnismenn geta farið fullir sjálfstraust frá þessum leik og voru að spila mjög vel á köflum. Snæfellingar verða án efa sterkir í vetur en þeir eru með gríðarlega breiðan og sterkan hóp.Fjölnir: Ægir Þór Steinarsson 25/4 fráköst/ 11 stoðsendingar, Ben Stywall 25/11 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 19/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 12/2 fráköst, Jón Sverrisson 7/ 3 fráköst, Trausti Eiríksson 4, Arnþór Freyr Guðmundsson 3/5 fráköst, Sindri Kárason 2,Snæfell: Ryan Anthony Amoroso 31/ 13 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 19/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18, Sean Burton 12/7 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 10/ 4 stoðsendingar, Lauris Mizis 4/4 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 3, Egill Eigilsson 3, Atli Rafn Hreinsson 2,
Dominos-deild karla Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira