Öllum erfitt að fjalla um mál ráðherrana 14. september 2010 02:30 Með skýrsluna á lofti Atli Gíslason í ræðustól Alþingis. fréttablaðið/gva Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar. Sagðist hann hafa haft að leiðarljósi að ná samstöðu og einhug innan nefndarinnar. Kvaðst hann vonast til að umræður færu fram um aðalatriðið, þ.e. sjálfa skýrsluna en ekki aukaafurðina, það sem snýr að ráðherraábyrgðinni. Sagði hann þann þátt hafa reynst öllum erfitt verk. „Það hefur ekki verið auðvelt fyrir neitt okkar og síst þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu til flokkssystkina sinna eða flokksfélaga sem þau hafa starfað með árum eða áratugum saman." Atli var engu að síður spurður hvort hann teldi ákæru fyrir landsdómi standast mannréttindi. Kvað hann svo vera. Atli sagði nefndina hafa komist að þeirri meginniðurstöðu að auka yrði sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. „Það má segja að þetta sé sjálfstæðisyfirlýsing Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu," sagði hann. „Það er kominn tími til að iðka þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hugmyndafræðingar þeirrar þrískiptingar lögðu upp með á sínum tíma." Atli nefndi dæmi um umhugsunarverð táknræn atriði er varða samskipti þings og ráðherra. „Við köllum ráðherrana hæstvirta en okkur háttvirta," sagði hann og benti einnig á aukinn rétt ráðherra til að grípa inn í umræður. Þá upplýsti hann að vegna ágangs ráðherra hefði verið útlit fyrir að störf þingmannanefndarinnar hefðu raskast á síðustu metrunum. Því hefði tekist að afstýra. Nefndarmenn skiptu með sér verkum við flutning skýrslunnar og voru stuttar athugasemdir leyfðar á milli ræðna. Málið er áfram á dagskrá þingsins í dag. - bþs Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Mælt var fyrir skýrslu þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á Alþingi í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þingmannanefndarinnar, fór fyrst almennum orðum um vinnu nefndarinnar. Sagðist hann hafa haft að leiðarljósi að ná samstöðu og einhug innan nefndarinnar. Kvaðst hann vonast til að umræður færu fram um aðalatriðið, þ.e. sjálfa skýrsluna en ekki aukaafurðina, það sem snýr að ráðherraábyrgðinni. Sagði hann þann þátt hafa reynst öllum erfitt verk. „Það hefur ekki verið auðvelt fyrir neitt okkar og síst þá sem standa frammi fyrir því að þurfa að taka afstöðu til flokkssystkina sinna eða flokksfélaga sem þau hafa starfað með árum eða áratugum saman." Atli var engu að síður spurður hvort hann teldi ákæru fyrir landsdómi standast mannréttindi. Kvað hann svo vera. Atli sagði nefndina hafa komist að þeirri meginniðurstöðu að auka yrði sjálfstæði þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. „Það má segja að þetta sé sjálfstæðisyfirlýsing Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu," sagði hann. „Það er kominn tími til að iðka þrískiptingu ríkisvaldsins eins og hugmyndafræðingar þeirrar þrískiptingar lögðu upp með á sínum tíma." Atli nefndi dæmi um umhugsunarverð táknræn atriði er varða samskipti þings og ráðherra. „Við köllum ráðherrana hæstvirta en okkur háttvirta," sagði hann og benti einnig á aukinn rétt ráðherra til að grípa inn í umræður. Þá upplýsti hann að vegna ágangs ráðherra hefði verið útlit fyrir að störf þingmannanefndarinnar hefðu raskast á síðustu metrunum. Því hefði tekist að afstýra. Nefndarmenn skiptu með sér verkum við flutning skýrslunnar og voru stuttar athugasemdir leyfðar á milli ræðna. Málið er áfram á dagskrá þingsins í dag. - bþs
Fréttir Innlent Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira