Umfjöllun: KR átti ekkert svar við leik Snæfells Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 08:23 Mynd/Daníel Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Snæfell er komið í 1-0 gegn KR í undanúrslitarimmu félaganna í Iceland Express-deild karla. Snæfell sótti sigur í Vesturbæinn í fyrsta leik. Leikurinn byrjaði með miklum látum. Bæði lið léku fast og ákveðið og gáfu tóninn fyrir það sem koma skildi. Gríðarleg barátta undir körfunum og ljóst að menn ætluðu að gefa allt sem þeir áttu. KR skrefi á undan. Finnur Atli að spila vel en hinum megin var Sigurður Þorvaldsson að hitta vel ólíkt félögum hans. KR yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-19. Baráttan og brjálæðin hélt áfram í öðrum leikhluta. Menn fórnuðu sér í hvert frákast líkt og boltinn væri síðasti brauðmolinn á jörðinni. Sigurður hélt áfram að spila vel fyrir Snæfell, Hlynur reif niður fráköst og setti tvo þrista. Jón Orri og Finnur Atli komu afar ferskir inn hjá KR sem saknaði framlags frá Brynjari Björnssyni sem var stigalaus í fyrri hálfleik. Sömu sögu var að segja af Sean Burton hjá Snæfell sem skoraði aðeins tvö stig í fyrri hálfleik. Snæfell yfir í hálfleik, 40-43. KR að hitta betur en Snæfell að taka fleiri fráköst. Gestirnir úr Hólminum voru ákveðnari í þriðja leikhluta á meðan KR-ingar voru í vandræðum með að finna góð skot. Finnur Atli sá eini sem var að spila af einhverju viti. Er Snæfell náði átta stiga forskoti, 53-61, var Páli Kolbeinssyni, þjálfara KR, nóg boðið og hann tók leikhlé. Það gekk ekkert hjá KR og meira að segja Morgan Lewis klúðraði troðslu. Á meðan léku Snæfellingar við hvurn sinn fingur og sjálfstraustið skein af hverjum leikmanni. Er leikhlutinn var allur leiddu gestirnir með 15 stigum, 57-72. Morgan Lewis tók til sinna mála í fjórða leikhluta, stal boltanum í tvígang og skilaði fyrir góðum stigum. Það kveikti í stuðningsmönnum KR sem og liðinu. Ingi Þór, þjálfari Snæfells, brást við með því að taka leikhlé og stöðva stemninguna. 65-76 og sjö mínútur eftir. Það virkaði vel því KR var stöðvað. Það hjálpaði ekki heimamönnum að Tommy Johnson virtist líta þannig á leikinn að hann væri einn í liði, gaf ekki boltann og klúðraði hverri sókninni á fætur annarri. Á endanum var stúkunni nóg boðið og hún öskraði út af með manninn. Á meðan raðaði Martin Berkins niður þriggja stiga skotum eins og hann væri að raða vörum í poka í Bónus. Hann var sjóðandi og KR-ingar áttu ekkert svar. Þeir lögðu að lokum niður vopnin og játuðu sig sigraða. 1-0 fyrir Snæfell og liðin mætast að nýju í Hólminum á miðvikudag. KR-Snæfell 84-102 KR: Finnur Atli Magnússon 20, Morgan Lewis 15, Jón Orri Kristjánsson 13/5 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 9/9 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Tommy Johnson 8/6 fráköst. Snæfell: Martins Berkis 21, Sigurður Á. Þorvaldsson 20, Hlynur Bæringsson 19/14 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 15/7 fráköst, Sean Burton 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Páll Fannar Helgason 5, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 4/5 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 2, Egill Egilsson 2, Emil Þór Jóhannsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum