Ákvörðun dómara skuggi á Formúlu 1 28. júní 2010 13:42 Luca Montezemolo, forseti Ferrari. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri. Í frétt á autosport.com segir Luca Montezemolo að ákvörðun dómara varpi skugga á Formúlu 1. Liðsmaður Ferrari, Fernando Alonso fylgdi reglum og fór ekki framúr öryggisbíl í kjölfar Hamiltons og lauk keppni í níunda sæti. Hann færðist upp um sæti þegar níu aðrir ökumenn voru dæmdir brotlegir eftir keppni. Ferrari mönnum finnst þó sárast að langan tíma tók að refsa Hamilton, sem þurfti að aka inn á þjónustusvæðið og þar í gegn. Hann tapaði ekki sæti á atvikunu og varð á eftir Sebastian Vettel. Alonso var í þriðja sæti á eftir Hamilton þegar atvikið kom upp. "Úrslitin í gær gefa ekki rétta mynd. Ferrari sýndi að það gat verið samkeppnishæft og var í raun refsað fyrir að fylgja reglum mótsins", sagði Montezemolo í fréttinni, en vitnað er í ummæli á vefsíðu Ferrari. "Á meðan var þeim sem brutu af sér refsað mildan hátt, á meðan þeir sem fylgdu reglum fengu bágt fyrir hvað lokastöðu varðar. Það er mjög alvarlegt og óásættanlegt, varpar skugga á trúverðugleika Formúla 1." "Við erum vissir um að FIA mun skoða gaumgæfilega hvað gekk á og taka nauðsynleg skref. Ferrari mun fylgjast með þessu af áhuga." Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að dómarar hafi dæmt of seint í máli Lewis Hamilton í Valencia kappakstrinum í gær. Honum var refsað fyrir að fara framúr öryggisbílnum, en vegna tímasetningarinnar tapaði hann ekki sæti á atvikinu, en átti ekki lengur möguleika á sigri. Í frétt á autosport.com segir Luca Montezemolo að ákvörðun dómara varpi skugga á Formúlu 1. Liðsmaður Ferrari, Fernando Alonso fylgdi reglum og fór ekki framúr öryggisbíl í kjölfar Hamiltons og lauk keppni í níunda sæti. Hann færðist upp um sæti þegar níu aðrir ökumenn voru dæmdir brotlegir eftir keppni. Ferrari mönnum finnst þó sárast að langan tíma tók að refsa Hamilton, sem þurfti að aka inn á þjónustusvæðið og þar í gegn. Hann tapaði ekki sæti á atvikunu og varð á eftir Sebastian Vettel. Alonso var í þriðja sæti á eftir Hamilton þegar atvikið kom upp. "Úrslitin í gær gefa ekki rétta mynd. Ferrari sýndi að það gat verið samkeppnishæft og var í raun refsað fyrir að fylgja reglum mótsins", sagði Montezemolo í fréttinni, en vitnað er í ummæli á vefsíðu Ferrari. "Á meðan var þeim sem brutu af sér refsað mildan hátt, á meðan þeir sem fylgdu reglum fengu bágt fyrir hvað lokastöðu varðar. Það er mjög alvarlegt og óásættanlegt, varpar skugga á trúverðugleika Formúla 1." "Við erum vissir um að FIA mun skoða gaumgæfilega hvað gekk á og taka nauðsynleg skref. Ferrari mun fylgjast með þessu af áhuga."
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira