Ástin á tímum kaloríunnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 17. desember 2010 06:30 Á vefnum bleikt.is, sem helgaður er samskiptum kynjanna, birtist á dögunum viðtal við „einn eftirsóttasta piparsvein landsins". Þar er hjartaknúsarinn spurður spjörunum úr um ástarlífið og hitt kynið. Þetta er fróðleg lesning og má ráða af samhenginu að svarandinn hefur teygað bikar reynslunnar í botn í þessum efnum. Það er ekki erfitt að átta sig á hvers vegna konur í stórum stíl ásælast piparsveininn umrædda; silkimjúkur fagurgalinn er beinlínis ómótstæðilegur. Dæmi: Spurður hvort hann sé eitthvað að deita þessa dagana svarar hann: „Stöðugt. Það er talsverð rannsóknarvinna í gangi; viðtöl og gagnaöflun." Þarna skírskotar piparsveinninn til starfs síns sem málafærslumaður til að segja undir rós að hann vaði í „kjéllingum". Ég er ekki kona, en gott ef ég blotnaði ekki aðeins þegar ég las þetta. Ég verð hins vegar að játa að ég klóraði mér í hausnum yfir svari piparsveinsins viðspurningunni „hvað kveiki neistann". „Falleg stúlka sem kemur nakin til manns með kaldan bjór og samloku til að tilkynna að leikurinn í enska boltanum sé byrjaður og spyr hvað maður vilji gera í leikhléi." Nú finnst mér ekki slæmt að fá mér bjór endrum og eins og slæ ekki hendinni á móti samloku, þá hún er að mér rétt. En mér finnst eitthvað ankannalegt við tilhugsunina um að láta fallega stúlku norpa berrassaða við hliðina á mér á stofusófanum í 45 mínútur plús viðbótartíma, meðan ég hlusta á Gaupa lýsa fótbolta, graðga í mig samloku og skola henni niður með bjór. Gefum okkur engu að síður að ég sé til í tuskið í hálfleik, nakta stúlkan reiðubúin að líta framhjá majónesgljáanum í munnvikum mínum og spínatinu á milli tannanna, og við látum til skarar skríða. Sökum ölþambs eru aftur á móti nokkrar líkur á því að ég eigi eftir að ropa í miðjum klíðum svo upp gjósi beikonmettuð bjórstybba. Færi ekki betur á því að kýla vömbina á eftir rekkjubrögðum frekar en á undan? Satt best að segja finnst mér forgangsröðun fantasíunnar frekar til marks um matarfíkn en kynorku. Það er athyglisvert í ljósi þess að piparsveinninn er kunnur fyrir að leiðast ekki að sýna stinnan kropp sinn opinberlega við ýmis tækifæri. Viðtalið afhjúpar því á sinn hátt að skemmandi áhrif útlitsdýrkunar vorra tíma eru ekki einvörðungu bundin við konur. Í þessu snaggaralega viðtali hafa bleikt.is og piparsveinninn því sagt okkur talsvert meira um hlutskipti kynjanna en þau sjálfsagt lögðu upp með. Takk fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Bergsteinn Sigurðsson Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Á vefnum bleikt.is, sem helgaður er samskiptum kynjanna, birtist á dögunum viðtal við „einn eftirsóttasta piparsvein landsins". Þar er hjartaknúsarinn spurður spjörunum úr um ástarlífið og hitt kynið. Þetta er fróðleg lesning og má ráða af samhenginu að svarandinn hefur teygað bikar reynslunnar í botn í þessum efnum. Það er ekki erfitt að átta sig á hvers vegna konur í stórum stíl ásælast piparsveininn umrædda; silkimjúkur fagurgalinn er beinlínis ómótstæðilegur. Dæmi: Spurður hvort hann sé eitthvað að deita þessa dagana svarar hann: „Stöðugt. Það er talsverð rannsóknarvinna í gangi; viðtöl og gagnaöflun." Þarna skírskotar piparsveinninn til starfs síns sem málafærslumaður til að segja undir rós að hann vaði í „kjéllingum". Ég er ekki kona, en gott ef ég blotnaði ekki aðeins þegar ég las þetta. Ég verð hins vegar að játa að ég klóraði mér í hausnum yfir svari piparsveinsins viðspurningunni „hvað kveiki neistann". „Falleg stúlka sem kemur nakin til manns með kaldan bjór og samloku til að tilkynna að leikurinn í enska boltanum sé byrjaður og spyr hvað maður vilji gera í leikhléi." Nú finnst mér ekki slæmt að fá mér bjór endrum og eins og slæ ekki hendinni á móti samloku, þá hún er að mér rétt. En mér finnst eitthvað ankannalegt við tilhugsunina um að láta fallega stúlku norpa berrassaða við hliðina á mér á stofusófanum í 45 mínútur plús viðbótartíma, meðan ég hlusta á Gaupa lýsa fótbolta, graðga í mig samloku og skola henni niður með bjór. Gefum okkur engu að síður að ég sé til í tuskið í hálfleik, nakta stúlkan reiðubúin að líta framhjá majónesgljáanum í munnvikum mínum og spínatinu á milli tannanna, og við látum til skarar skríða. Sökum ölþambs eru aftur á móti nokkrar líkur á því að ég eigi eftir að ropa í miðjum klíðum svo upp gjósi beikonmettuð bjórstybba. Færi ekki betur á því að kýla vömbina á eftir rekkjubrögðum frekar en á undan? Satt best að segja finnst mér forgangsröðun fantasíunnar frekar til marks um matarfíkn en kynorku. Það er athyglisvert í ljósi þess að piparsveinninn er kunnur fyrir að leiðast ekki að sýna stinnan kropp sinn opinberlega við ýmis tækifæri. Viðtalið afhjúpar því á sinn hátt að skemmandi áhrif útlitsdýrkunar vorra tíma eru ekki einvörðungu bundin við konur. Í þessu snaggaralega viðtali hafa bleikt.is og piparsveinninn því sagt okkur talsvert meira um hlutskipti kynjanna en þau sjálfsagt lögðu upp með. Takk fyrir það.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun