Jafnvel þó Mercedes hefur ekki náð verðlaunasæti í mótum ársins, þá er Michael Schumacher þess fullviss að liðið verður öflugr árið 2011.
Nico Rosberg hefur þrívegis náð á verðlaunapall í Formúlu 1 mótum ársins, en Schumacher hefur tvívegis náð fjórða sæti. Ross Brawn segir að Mercedes muni setja þunga á þróunarvinnu fyrir næsta ári, þegar sumarfríum lýkur í ágúst.
"Staðreyndi er sú að mér líður vel með stöðuna og við erum á leið í rétta átt og verðum í titilslag á næsta ári. Samstarf tæknimanna, mín og Nico Rosberg gengur mjög vel. Bíllinn sem við erum að aka núna er í raun afbrigði bíls síðasta árs. Bíllinn er ekki sem útfærður og verðum að gæta þess að slíkt gerist ekki aftur á næst ári", sagði Schumacher.