Krefjast skýringa á ummælum lögreglu 17. ágúst 2010 06:00 Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, sem hann lét falla í samtali við DV í gær, hafa sætt mikilli gagnrýni. Segir Björgvin um fjölda nauðgana í landinu að „fólk ætti kannski að líta oftar í eigin barm og bera ábyrgð á sjálfu sér". Lætur hann þessi ummæli falla um tengsl nauðgana og vímuefnaneyslu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segist vona innilega að ekki sé haft rétt eftir Björgvini í DV, en ef svo sé hafi hann afhjúpað afstöðu sem sé óásættanleg og Stígamót muni strax lýsa yfir vantrausti á hann. Stígamót hafi krafið Stefán Eiríksson lögreglustjóra skýringa á málinu. „Það er bannað með lögum að nauðga konum í hvaða ástandi sem þær eru," segir Guðrún. „Á bak við hverja nauðgun er að minnsta kosti einn nauðgari og í viðtalinu segir Björgvin að konur geti sjálfum sér um kennt sé þeim nauðgað þegar þær eru drukknar. Með því hlýtur hann óbeint að vera að lýsa yfir sakleysi nauðgara sem nauðga konum í annarlegu ástandi." Guðrún segir að Stígamót geti ekki hvatt konur til að kæra ef vitað sé að móttakandinn líti svo á að nauðgunin geti verið henni að kenna. „Við skorum á yfirmann kynferðisbrotadeildar að skýra þetta mál." Starfsfólk Stígamóta hefur haft áhyggjur af þeim litla fjölda dóma sem fallið hafa í nauðgunarmálum á síðustu áratugum. „Ég vona að skýringarnar liggi ekki í svona viðhorfum," segir Guðrún. Halla Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, lýsir yfir mikilli furðu með ummæli Björgvins. „Ef rétt er eftir honum haft er hann ekki hæfur til að sinna sínu starfi," segir Halla. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir fráleitt að leggja ábyrgð nauðgana á brotaþola. Þó sé mikilvægt í þessu tilliti að Björgvin fái tækifæri til að skýra mál sitt í þessu samhengi. Hún hefur beðið Stefán Eiríksson, lögreglustjóra í Reykjavík, um útskýringar. Stefán vildi í gær ekki tjá sig um ummæli Björgvins, en sagðist vera búinn að kalla eftir skýringum frá honum og næstu yfirmönnum hans. Björgvin vildi heldur ekki tjá sig við Fréttablaðið. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira