Webber sá við Hamilton í tímatökum á Spa 28. ágúst 2010 13:43 Mark Webber fagnar því að hafa náð besta tíma í dag. Mynd: Getty Images Mark Webber sem er efstur að stigum í stigamóti ökumanna verður fremstur á ráslínu í kappakstrinum á Spa brautinni á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag á Red Bull bíl á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Robert Kubica á Renault varð þriðji, en Sebastian Vettel fjórði. Fimm ökumenn er í titilslagnum, þegar sjö mótum er ólokið og meistarinn Jenson Button á McLaren sem varð fimmti í dag er meðal þeirra, auk Webbers, Hamilton, Vettel og Fernando Alonso sem náði aðeins tíunda besta tíma í tímatökunni á Ferrari. Webber er í kjörstöðu fremstur á ráslínu, en hann er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Hamilton er með 157, Vettel 151, Button 147 og Alonso 141. Fyrir sigur í móti fást 25 stig, annað sætið 18, síðan 15, 12, 10 og færri fyrir næstu sæti á eftir. En vegna stigagjafarinnar er sigur mikilvægari í ár en síðustu ár. Bein útsending er frá kappakstrinum á Spa brautinni á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag og er í opinni dagskrá. Strax á eftir er þátturinn Endmarkið, þar sem farið er yfir það helsta sem gerðist í mótinu. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mark Webber sem er efstur að stigum í stigamóti ökumanna verður fremstur á ráslínu í kappakstrinum á Spa brautinni á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag á Red Bull bíl á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Robert Kubica á Renault varð þriðji, en Sebastian Vettel fjórði. Fimm ökumenn er í titilslagnum, þegar sjö mótum er ólokið og meistarinn Jenson Button á McLaren sem varð fimmti í dag er meðal þeirra, auk Webbers, Hamilton, Vettel og Fernando Alonso sem náði aðeins tíunda besta tíma í tímatökunni á Ferrari. Webber er í kjörstöðu fremstur á ráslínu, en hann er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Hamilton er með 157, Vettel 151, Button 147 og Alonso 141. Fyrir sigur í móti fást 25 stig, annað sætið 18, síðan 15, 12, 10 og færri fyrir næstu sæti á eftir. En vegna stigagjafarinnar er sigur mikilvægari í ár en síðustu ár. Bein útsending er frá kappakstrinum á Spa brautinni á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag og er í opinni dagskrá. Strax á eftir er þátturinn Endmarkið, þar sem farið er yfir það helsta sem gerðist í mótinu.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira