Fótbolti

Nistelrooy sveik Bayern er hann samdi við Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy, sem spilar með þýska félaginu Hamburg, hefur greint frá því að litlu hafi munað að hann færi til FC Bayern árið 2006.

Hann lenti upp á kant við Sir Alex Ferguson. Staða sem Wayne Rooney þekkir í dag. Ferguson losaði sig við Nistelrooy.

"Samningaviðræður voru langt komnar og ég var til í að skrifa undir. Ég hefði skrifað undir ef Real Madrid hefði ekki komið í myndina," sagði framherjinn.

"Það var erfitt að svíkja samkomulagið við Bayern. Ég hringdi í Uli Höness, skýrði mitt mál og baðst afsökunar. Sagði að það væri einfaldlega ekki hægt að segja nei við Real Madrid."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×