Ferrari stjórinn biður menn að halda ró og einbeitingu 25. október 2010 15:30 Ferrari liðið fagnaði vel í gær effir sigur í Siður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum. "Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan. "Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag." "Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær. Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum. "Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan. "Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag." "Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær.
Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira