Hagnaður af rekstri færeyska olíufélagsins Atlantic Petroleum var 35,8 milljónir danskra króna eða jafngildi 738 milljóna íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi. Þetta er mesti hagnaður á einum ársfjórðungi hjá Atlantic Petroleum frá stofnun fyrirtækisins árið 1998.
Fyrirtækið dælir nú upp olíu úr tveimur olíulindum austan við Skotland en á þátt í olíuleitarverkefnum við Færeyjar, Írland og í nágrenni áðurnefndra linda.- mþl