Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, er efstur á blaði sem næsti þjálfari Real Madrid samkvæmt frétt í spænska íþróttablaðinu Marca. Spænska blaðið er farið að ganga að því vísu að Manuel Pellegrini verði látinn fara frá Real Madrid í sumar.
Real Madrid eyddi ótrúlegum fjárhæðum í leikmenn síðasta sumar og ætlaði sér stóra hluti á þessu tímabili. Það er hinsvegar orðið nokkuð ljóst að liðið vinnur engan titil á þessu tímabili eftir 0-2 tap á heimavelli fyrir Barcelona óopinberum úrslitaleik spænsku deildarinnar um síðustu helgi.
Marca segir að Manuel Pellegrini hafi ekki stjórn á búningsklefanum hjá Real Madrid og að hann vanti að sýna meiri persónuleika þegar á reynir í stóru leikjunum.
Jose Mourinho er ekki sá eini sem er nefndur í Marca því á listanum eru einnig Rafa Benitez, Fabio Capello, Luiz Felipe Scolari og Carlo Ancelotti.
Marca: Jose Mourinho líklegastur til að taka við Real Madrid
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Síðasti séns á að vinna milljónir
Fótbolti




Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota
Enski boltinn



Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan
Körfubolti
