Vettel: Stoltur af sigrinum 10. október 2010 12:17 Mark Webber og Sebastian Vettel unni tvöfaldan sigur með Red Bull í Japan í dag. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. "Þetta var ótrúlegur dagur, að aka tímatökuna og ná besta tíma og ná svo hámarksárangri í mótinu. Bara frábært og liðið á þakkir skildar og menn hafa lagt mikið á sig", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir keppnina. Vettel sagði að fjöldi starfsmanna Red Bull hefði lítið sofið frá fimmtudegi til laugardags og það hefði hentað vel að tímatökunni var frestað vegna veðurs á laugardag. Webber pressaði á Vettel af kappi í slagnum um fyrsta sætið, en hafði ekki erindi sem erfiði. "Hann reyndi að pressa mig, en ég vissi að það er erfitt að fara framúr á brautinni og ég keyrði eins hratt og mögulegt var. Ég fékk alltaf að vita stöðuna á milli mín og Fernando Alonso í mótinu. Ég sá oft í Mark þegar hann var fyrir aftan og vissi bilið." "Ég náði að stjórna keppninni eftir að Jenson Button tók þjónustuhlé (úr forystuhlutverkinu) um miðbik mótsins. Maður vill náttúrulega keyra sem hraðast í hverjum hring, því það er svo frábært á þessari braut. Þannig ég er bara ánægður", sagði Vettel glaðreifur. Vettel lék eftir árangur Mika Hakkinen og Michael Schumacher að vinna tvö ár í röð á Suzuka og þeir urðu báðir meistarar. En veit það á gott fyrir Vettel? "Gæti verið. Ég hefði ekkert á móti því. Ég er mjög stoltur. Elska þessa braut og alltaf sérstakt að koma hingað. Áhorfendur og stemmning hérna er sérstök. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn sama mót í tvígang." Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel bætti stöðu sína í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 í dag með sigri á Suzuka brautinni í Japan. Hann er með 206 stig, eins og Fernando Alonso, en Mark Webber er efstur með 220 stig. "Þetta var ótrúlegur dagur, að aka tímatökuna og ná besta tíma og ná svo hámarksárangri í mótinu. Bara frábært og liðið á þakkir skildar og menn hafa lagt mikið á sig", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir keppnina. Vettel sagði að fjöldi starfsmanna Red Bull hefði lítið sofið frá fimmtudegi til laugardags og það hefði hentað vel að tímatökunni var frestað vegna veðurs á laugardag. Webber pressaði á Vettel af kappi í slagnum um fyrsta sætið, en hafði ekki erindi sem erfiði. "Hann reyndi að pressa mig, en ég vissi að það er erfitt að fara framúr á brautinni og ég keyrði eins hratt og mögulegt var. Ég fékk alltaf að vita stöðuna á milli mín og Fernando Alonso í mótinu. Ég sá oft í Mark þegar hann var fyrir aftan og vissi bilið." "Ég náði að stjórna keppninni eftir að Jenson Button tók þjónustuhlé (úr forystuhlutverkinu) um miðbik mótsins. Maður vill náttúrulega keyra sem hraðast í hverjum hring, því það er svo frábært á þessari braut. Þannig ég er bara ánægður", sagði Vettel glaðreifur. Vettel lék eftir árangur Mika Hakkinen og Michael Schumacher að vinna tvö ár í röð á Suzuka og þeir urðu báðir meistarar. En veit það á gott fyrir Vettel? "Gæti verið. Ég hefði ekkert á móti því. Ég er mjög stoltur. Elska þessa braut og alltaf sérstakt að koma hingað. Áhorfendur og stemmning hérna er sérstök. Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn sama mót í tvígang."
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira