Við tökum glaðir stigin tvö eftir þennan leik," sagði Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, eftir að lið hans hafði unnið Fjölni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.
„Þetta var ekkert fallegur körfubolti hérna í kvöld en sigur er sigur og við fögnum því. Okkar leikur var gríðarlega kaflaskiptur, við byrjum mjög vel en síðan erum við bara í tómu tjóni og þeir komst inn í leikinn," sagði Jón Ólafur.
„Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum þá fórum við loksins og keyra upp hraðan og pressa vel á þá, það skemmir síðan ekkert fyrir að spila góðan varnarleik með" sagði Jón.
Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Fjölnis, reyndist erfiður fyrir Snæfellinga í kvöld en þeir réðu ekkert við hann allan leikinn.
„Við vorum í miklum vandræðum með Ægi en hann náði að opna vörn okkar hvað eftir annað. Í lokin náðum við bara að halda boltanum vel og vorum skynsamir," sagði Jón Ólafur mjög svo sáttur eftir leikinn í kvöld.
Jón Ólafur: Tökum stigin tvö með glöðu geði
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn


Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn
