Gleymdu löndin Ólafur Stephensen skrifar 10. júlí 2010 06:00 Fyrir jarðskjálftann mikla í janúar síðastliðnum var Haítí eitt af fátækustu og vanþróuðustu löndum heimsins. Þar skorti menntun, heilbrigðisþjónustu, vegi, brýr, húsnæði og löggæzlu svo eitthvað sé nefnt. Skorturinn á Haítí átti sinn þátt í því að afleiðingar jarðskjálftans urðu jafnskelfilegar og raun ber vitni. Hundruð þúsunda fórust, á aðra milljón missti heimili sín. Efnaðra land með sterkari innviði hefði staðið náttúruhamfarirnar mun betur af sér. Við Íslendingar getum að sumu leyti sett okkur í spor Haítí-manna, af því að hér verða stórir jarðskjálftar með reglulegu millibili. Í þeim tveimur síðustu slasaðist enginn og enginn dó. Flest hús stóðu skjálftann af sér, enda byggð með jarðskjálftahættu í huga. Þeir sem þurftu aðstoð fengu hana fljótt og vel. Þeir sem urðu fyrir eignatjóni fengu það bætt. Þannig bregst ríkt, þróað ríki við náttúruhamförum. Haítíbúar eiga allt sitt undir umheiminum. Þeir hafa sjálfir engar bjargir til að endurreisa land sitt eftir skjálftann, hvað þá að koma því í betra stand. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær er ástandið í landinu ennþá skelfilegt. Milljónir líða fyrir skort á hreinu vatni, mat og húsnæði. Heilbrigðisþjónustu skortir og milljónir barna eru berskjaldaðar fyrir hungri, sjúkdómum og ofbeldi. Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheill og Save the Children á Íslandi, segir í blaðinu í gær að sjúkdómar á borð við niðurgang og malaríu ógni börnum á Haítí. Þeir séu auðlæknanlegir, en skortur á fé til að berjast gegn þeim geti leitt til dauða fjölda barna. Íslendingar, rétt eins og aðrir Vesturlandabúar, veittu hamförunum á Haítí mikla athygli í byrjun ársins. Stjórnvöld sendu rústabjörgunarsveit á vettvang, sem vann gott starf og vakti athygli. En nú eru alþjóðlegir fjölmiðlar farnir burt frá Haítí og fréttum af landinu fækkar. Þetta er gömul saga; athygli almennings í ríku löndunum, sem eru aflögufær um hjálp handa þeim fátækari, hvílir gjarnan aðeins í fáeina daga eða vikur á svæðum þar sem stríð eða náttúruhamfarir dynja yfir. Svo gleymist að fylgjast með eftirleiknum. Þá er hins vegar þörfin mest. Og sumir Haítíbúar spyrja reyndar: Af hverju mundi enginn eftir okkur heldur áður en jarðskjálftinn reið yfir? Það er ástæða fyrir ríka þjóð, sem þrátt fyrir tímabundna erfiðleika hefur það svo margfalt betra en hinar fátæku þjóðir þriðja heimsins, að rifja upp öðru hverju hver munurinn er á okkar hlutskipti og þeirra. Og láta þá eitthvað af hendi rakna. Ekki gleyma Haítí og öðrum löndum, sem svipað er ástatt um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun
Fyrir jarðskjálftann mikla í janúar síðastliðnum var Haítí eitt af fátækustu og vanþróuðustu löndum heimsins. Þar skorti menntun, heilbrigðisþjónustu, vegi, brýr, húsnæði og löggæzlu svo eitthvað sé nefnt. Skorturinn á Haítí átti sinn þátt í því að afleiðingar jarðskjálftans urðu jafnskelfilegar og raun ber vitni. Hundruð þúsunda fórust, á aðra milljón missti heimili sín. Efnaðra land með sterkari innviði hefði staðið náttúruhamfarirnar mun betur af sér. Við Íslendingar getum að sumu leyti sett okkur í spor Haítí-manna, af því að hér verða stórir jarðskjálftar með reglulegu millibili. Í þeim tveimur síðustu slasaðist enginn og enginn dó. Flest hús stóðu skjálftann af sér, enda byggð með jarðskjálftahættu í huga. Þeir sem þurftu aðstoð fengu hana fljótt og vel. Þeir sem urðu fyrir eignatjóni fengu það bætt. Þannig bregst ríkt, þróað ríki við náttúruhamförum. Haítíbúar eiga allt sitt undir umheiminum. Þeir hafa sjálfir engar bjargir til að endurreisa land sitt eftir skjálftann, hvað þá að koma því í betra stand. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær er ástandið í landinu ennþá skelfilegt. Milljónir líða fyrir skort á hreinu vatni, mat og húsnæði. Heilbrigðisþjónustu skortir og milljónir barna eru berskjaldaðar fyrir hungri, sjúkdómum og ofbeldi. Björg Björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheill og Save the Children á Íslandi, segir í blaðinu í gær að sjúkdómar á borð við niðurgang og malaríu ógni börnum á Haítí. Þeir séu auðlæknanlegir, en skortur á fé til að berjast gegn þeim geti leitt til dauða fjölda barna. Íslendingar, rétt eins og aðrir Vesturlandabúar, veittu hamförunum á Haítí mikla athygli í byrjun ársins. Stjórnvöld sendu rústabjörgunarsveit á vettvang, sem vann gott starf og vakti athygli. En nú eru alþjóðlegir fjölmiðlar farnir burt frá Haítí og fréttum af landinu fækkar. Þetta er gömul saga; athygli almennings í ríku löndunum, sem eru aflögufær um hjálp handa þeim fátækari, hvílir gjarnan aðeins í fáeina daga eða vikur á svæðum þar sem stríð eða náttúruhamfarir dynja yfir. Svo gleymist að fylgjast með eftirleiknum. Þá er hins vegar þörfin mest. Og sumir Haítíbúar spyrja reyndar: Af hverju mundi enginn eftir okkur heldur áður en jarðskjálftinn reið yfir? Það er ástæða fyrir ríka þjóð, sem þrátt fyrir tímabundna erfiðleika hefur það svo margfalt betra en hinar fátæku þjóðir þriðja heimsins, að rifja upp öðru hverju hver munurinn er á okkar hlutskipti og þeirra. Og láta þá eitthvað af hendi rakna. Ekki gleyma Haítí og öðrum löndum, sem svipað er ástatt um.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun