Harður titilslagur milli fimm ökumanna framundan 25. ágúst 2010 12:44 McLaren gekk ekki sem best í Ungverjalandi, en Lewis Hamilton er engu að síður í öðru sæti í stigamóti ökumanna. Mynd: Getty Images Jonathan Neale, einn af yfirmönnum McLaren telur að titilslagurinn framundan verði harður í Formúliu 1 og McLaren mun framþróa bíl sinn af krafti á næstunni. Keppt verður á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. "Það er mjótt á munum í stigaslagnum. Við stóðum okkur ekki nógu vel í síðustu keppni í Ungverjalandi og það var mikið bil á milli okkar og Ferrari og Red Bull. Við þurftum því að endurmeta stöðu okkar", sagði Neale í frétt á autosport.com. Hann telur skipta miklu máli hvernig framþróun keppnisbíla verður í næstu mótum, en fimm ökumenn eru í hörkuslag um meistaratitilinn. "Næstu mót verða þróunar kapphlaup, eins og við vissum fyrir tímabilið, þar sem margir ökumenn eru um hituna. Það mun ráða miklu hverju við getum fundið upp á til loka ársins. Við verðum með nýjungar í mótinu í Singapúr og ennig í lokamótinu ef slagurinn verður enn jafn harður í lokin." Neale sagði að öll lið yrðu að gæta að kostnaði og það geti ekkert lið keypt sig út úr vandræðum ef svo má orða það, með óheyrilegum tilkostnaði. Þak var sett á rekstrarkostnað keppnisliða fyrir tímabilið. Sýnt er frá mótinu í Spa í Belgíu á Stöð 2 Sport um helgina í þáttum og beinum útsendingum. Staðan í stigamóti ökumanna 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jonathan Neale, einn af yfirmönnum McLaren telur að titilslagurinn framundan verði harður í Formúliu 1 og McLaren mun framþróa bíl sinn af krafti á næstunni. Keppt verður á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. "Það er mjótt á munum í stigaslagnum. Við stóðum okkur ekki nógu vel í síðustu keppni í Ungverjalandi og það var mikið bil á milli okkar og Ferrari og Red Bull. Við þurftum því að endurmeta stöðu okkar", sagði Neale í frétt á autosport.com. Hann telur skipta miklu máli hvernig framþróun keppnisbíla verður í næstu mótum, en fimm ökumenn eru í hörkuslag um meistaratitilinn. "Næstu mót verða þróunar kapphlaup, eins og við vissum fyrir tímabilið, þar sem margir ökumenn eru um hituna. Það mun ráða miklu hverju við getum fundið upp á til loka ársins. Við verðum með nýjungar í mótinu í Singapúr og ennig í lokamótinu ef slagurinn verður enn jafn harður í lokin." Neale sagði að öll lið yrðu að gæta að kostnaði og það geti ekkert lið keypt sig út úr vandræðum ef svo má orða það, með óheyrilegum tilkostnaði. Þak var sett á rekstrarkostnað keppnisliða fyrir tímabilið. Sýnt er frá mótinu í Spa í Belgíu á Stöð 2 Sport um helgina í þáttum og beinum útsendingum. Staðan í stigamóti ökumanna 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira