„Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni“ 1. júní 2010 13:07 „Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn,“ segir Sigmundur Davíð í tölvupósti til flokksmanna. Mynd/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að framsóknarmenn séu hreint ekki óvinsælir í Reykjavík. Niðurstaðan í kosningunum sé vissulega vonbrigði en um leið séu mikil tækifæri til uppbyggingar. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Sigmundur sendi flokksmönnum í hádeginu þar sem hann fer yfir gengi Framsóknarflokksins í kosningunum víðsvegar um landið. Hörð átök hafa blossað upp innan Framsóknarflokksins eftir að flokkurinn galt afhroð í kosningunum í Reykjavík, hlaut tæp 3% atkvæða og tapaði borgarfulltrúa sínum. Guðmundur Steingrímsson gagnrýndi forystu flokksins í kjölfarið og sagði að formaður flokksins bæri ábyrgð á slæmu gengi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Þessu hefur Sigmundur Davíð vísað á bug. Þá hefur Einar Skúlason, oddviti flokksins í Reykjavík, sagt að fólk í trúnaðarstörfum fyrir framsóknarmenn í Reykjavík hafi kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í morgun að Einar ætti að líta sér nær og íhuga sína stöðu. „Niðurstaðan í Reykjavík olli vissulega vonbrigðum en þegar nýtt framboð veldur mesta uppnámi í stjórnmálasögu borgarinnar fara önnur framboð ekki varhluta af því," segir Sigmundur Davíð í tölvubréfi sínu til flokksmanna. Niðurstaðan kalli á róttækt uppbyggingarstarf í Reykjavík.Fundu fyrir mikilli velvild „Framsóknarmenn eru hreint ekki óvinsælir í borginni og tækifærin til uppbyggingar mikil. Skömmu fyrir kosningar sýndi t.d. Gallup-könnun að 25% Grafarvogsbúa gætu hugsað sér að kjósa Framsókn. Þeir sem fóru um borgina með kynningarefni fundu líka fyrir mikilli velvild hjá langflestum sem á vegi þeirra urðu þótt það hafi ekki skilað sér í atkvæðum í þessum óvenjulegu kosningum," segir formaðurinn. Eigi Framsóknarflokknum að takast að nýta tækifærið til uppbyggingar í Reykjavík verða framsóknarmenn að líta til og læra af þeim sem hafa náð bestum árangri, að mati Sigmundar. „Það á bæði við um vinnubrögð og pólitík. Lykillinn að árangri í Reykjavík er ekki í því fólginn að flokkurinn reyni að vera öðruvísi í borginni en utan hennar heldur þvert á móti. Ef við höfum ekki trú á okkur sjálfum hafa aðrir það ekki."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58 Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16 Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Trúnaðarmenn Framsóknarflokksins kusu sjálfstæðismenn Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík fyrir nýliðnar sveitastjórnarkosningar, segir að mestu vonbrigðin úr kosningabaráttunni hafi verið þau að heyra að fólk í trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík skyldi kjósa Sjálftæðisflokkinn. „Þeir fulltrúar eiga auðvitað að 31. maí 2010 21:58
Guðmundur í hláturskasti yfir kröfum ungliða „Ég fékk eiginlega bara hláturskast yfir því að ég ætti að segja af mér fyrir að segja þetta, það er náttúrulega yfirdrifin krafa, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Ungir Framsóknarmenn í Skagafirði skora á Guðmund að segja af sér þingmennsku eftir ummæli sem hann lét falla um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. 31. maí 2010 12:16
Einar Skúlason: „Ætla að einbeita mér að því að vera ástfanginn“ „Þetta er náttúrulega áfall fyrir mig persónulega og flokkinn,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, en Framsóknarflokkurinn náði ekki endurkjöri í borgarstjórn í gær. Framboðið skilaði honum hinsvegar ástinni. 30. maí 2010 11:46