Versta mót ferilsins hjá Tiger Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2010 22:00 Helgin var löng hjá Tiger Woods því hann hefur aldrei spilað lélegra golf síðan hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni. Tiger tók þátt í Bridgestone-mótinu og endaði í 78. sæti af 80 keppendum. Hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði þar með á 18 höggum yfir pari. Þessi ömurlega spilamennska Tigers kom ekki síst á óvart fyrir þær sakir að hann hefur venjulega farið á kostum á þessu móti. Hann hafði fram að helginni unnið mótið sjö sinnum í níu tilraunum og aldrei endað neðar en í fimmta sæti. "Að enda á 18 yfir pari er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það er virkilega erfitt að kyngja þessu," sagði svekktur Tiger eftir mótið. Tiger lék alla hringina yfir pari sem hefur ekki gerst síðan 2003. "Ég var samt þolimóður en það skilaði mér ekki neinu," sagði Tiger en hvað þarf hann að bæta? Ég þarf að hitta boltann betur, ég þarf að vinna í stutta spilinu, ég þarf að pútta betur og ná betra skori," sagði Tiger réttilega enda er golf "einföld" íþrótt. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Helgin var löng hjá Tiger Woods því hann hefur aldrei spilað lélegra golf síðan hann gerðist atvinnumaður í íþróttinni. Tiger tók þátt í Bridgestone-mótinu og endaði í 78. sæti af 80 keppendum. Hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði þar með á 18 höggum yfir pari. Þessi ömurlega spilamennska Tigers kom ekki síst á óvart fyrir þær sakir að hann hefur venjulega farið á kostum á þessu móti. Hann hafði fram að helginni unnið mótið sjö sinnum í níu tilraunum og aldrei endað neðar en í fimmta sæti. "Að enda á 18 yfir pari er ekkert sérstaklega skemmtilegt. Það er virkilega erfitt að kyngja þessu," sagði svekktur Tiger eftir mótið. Tiger lék alla hringina yfir pari sem hefur ekki gerst síðan 2003. "Ég var samt þolimóður en það skilaði mér ekki neinu," sagði Tiger en hvað þarf hann að bæta? Ég þarf að hitta boltann betur, ég þarf að vinna í stutta spilinu, ég þarf að pútta betur og ná betra skori," sagði Tiger réttilega enda er golf "einföld" íþrótt.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira