Fáar skoðanakannanir fyrir kosningarnar í dag 29. maí 2010 09:00 Hversu nærri úrslitunum fóru skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Lítið hefur verið um skoðanakannanir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í dag. Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu samtals 13 kannanir í níu sveitarfélögum. Morgunblaðið lét gera eina könnun í Reykjavík, og Ríkisútvarpið birti könnun fyrir Reykjavík í gærkvöldi. Þá létu einhverjir staðbundnir fjölmiðlar einnig gera kannanir í sínum sveitarfélögum. Að auki voru niðurstöður einhverra af þeim könnunum sem stjórnmálaflokkarnir fengu könnunarfyrirtæki til að gera fyrir sig birtar í fjölmiðlum. Talsvert fleiri kannanir voru birtar dagana fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í maí 2006. Einkum var þar um að ræða kannanir Fréttablaðsins, Gallup og Félagsvísindastofnunar. Þegar kjörfylgi flokka í borgar-stjórnarkosningunum í Reykjavík í kosningunum 2006 eru borin saman við síðustu kannanir fyrir kosningar sést að könnun Gallup komst næst úrslitunum. Kannanir Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar voru heldur fjær niðurstöðum kosninganna. Gallup var að meðaltali 1,3 prósentustigum frá réttu fylgi flokka. Kannanir Félagsvísindastofnunar voru að meðaltali 1,8 prósentustigum frá kjörfylgi, og 1,9 prósentustigum munaði að meðaltali hjá Fréttablaðinu. Raunar komst Gallup næst úrslitunum í könnun sem birt var á fimmtudeginum fyrir kosningar, en aðeins var eins prósentustigs munur á niðurstöðum þeirrar könnunar og kjörfylgi flokkanna. Í síðustu könnuninni, sem birt var daginn eftir, munaði meiru. Kannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins mældu allar stuðning við framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík undir kjörfylgi. Flokkurinn fékk 6,3 prósent í kosningunum. Minnstu munaði hjá Gallup, 0,4 prósentustigum, en mestu hjá Fréttablaðinu, 1,8 prósentustigum. Fréttablaðið var næst fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun sinni, en eins og kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar mældi könnunin fylgi við flokkinn meira en það reyndist vera. Fréttablaðið var 0,3 prósentustigum frá kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, en Félagsvísindastofnun 4,3 prósentustigum. Allar kannanir vanmátu stuðning við Frjálslynda flokkinn. Þar var Félagsvísindastofnun næst kjörfylgi, 1,6 prósentustigum undir, en Gallup fjærst, 2,8 prósentustigum undir kjörfylgi. Könnun Gallup var aðeins 0,1 prósentustigi frá kjörfylgi Samfylkingarinnar. Fréttablaðið ofmældi fylgi flokksins um 4,3 prósentustig, en Félagsvísindastofnun vanmat stuðning við flokkinn um 1,8 prósentustig. Félagsvísindastofnun komst næst því að spá fyrir um fylgi Vinstri grænna, og mældi stuðning við flokkinn aðeins 0,2 prósentustigum yfir kjörfylgi. Fréttablaðið ofmat fylgi flokksins um eitt prósentustig, en Gallup vanmat fylgið um 0,5 prósentustig. brjann@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Hversu nærri úrslitunum fóru skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir sveitastjórnarkosningarnar 2006? Lítið hefur verið um skoðanakannanir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í dag. Fréttablaðið og Stöð 2 gerðu samtals 13 kannanir í níu sveitarfélögum. Morgunblaðið lét gera eina könnun í Reykjavík, og Ríkisútvarpið birti könnun fyrir Reykjavík í gærkvöldi. Þá létu einhverjir staðbundnir fjölmiðlar einnig gera kannanir í sínum sveitarfélögum. Að auki voru niðurstöður einhverra af þeim könnunum sem stjórnmálaflokkarnir fengu könnunarfyrirtæki til að gera fyrir sig birtar í fjölmiðlum. Talsvert fleiri kannanir voru birtar dagana fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, í maí 2006. Einkum var þar um að ræða kannanir Fréttablaðsins, Gallup og Félagsvísindastofnunar. Þegar kjörfylgi flokka í borgar-stjórnarkosningunum í Reykjavík í kosningunum 2006 eru borin saman við síðustu kannanir fyrir kosningar sést að könnun Gallup komst næst úrslitunum. Kannanir Fréttablaðsins og Félagsvísindastofnunar voru heldur fjær niðurstöðum kosninganna. Gallup var að meðaltali 1,3 prósentustigum frá réttu fylgi flokka. Kannanir Félagsvísindastofnunar voru að meðaltali 1,8 prósentustigum frá kjörfylgi, og 1,9 prósentustigum munaði að meðaltali hjá Fréttablaðinu. Raunar komst Gallup næst úrslitunum í könnun sem birt var á fimmtudeginum fyrir kosningar, en aðeins var eins prósentustigs munur á niðurstöðum þeirrar könnunar og kjörfylgi flokkanna. Í síðustu könnuninni, sem birt var daginn eftir, munaði meiru. Kannanir Gallup, Félagsvísindastofnunar og Fréttablaðsins mældu allar stuðning við framboð Framsóknarflokksins í Reykjavík undir kjörfylgi. Flokkurinn fékk 6,3 prósent í kosningunum. Minnstu munaði hjá Gallup, 0,4 prósentustigum, en mestu hjá Fréttablaðinu, 1,8 prósentustigum. Fréttablaðið var næst fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun sinni, en eins og kannanir Gallup og Félagsvísindastofnunar mældi könnunin fylgi við flokkinn meira en það reyndist vera. Fréttablaðið var 0,3 prósentustigum frá kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins, en Félagsvísindastofnun 4,3 prósentustigum. Allar kannanir vanmátu stuðning við Frjálslynda flokkinn. Þar var Félagsvísindastofnun næst kjörfylgi, 1,6 prósentustigum undir, en Gallup fjærst, 2,8 prósentustigum undir kjörfylgi. Könnun Gallup var aðeins 0,1 prósentustigi frá kjörfylgi Samfylkingarinnar. Fréttablaðið ofmældi fylgi flokksins um 4,3 prósentustig, en Félagsvísindastofnun vanmat stuðning við flokkinn um 1,8 prósentustig. Félagsvísindastofnun komst næst því að spá fyrir um fylgi Vinstri grænna, og mældi stuðning við flokkinn aðeins 0,2 prósentustigum yfir kjörfylgi. Fréttablaðið ofmat fylgi flokksins um eitt prósentustig, en Gallup vanmat fylgið um 0,5 prósentustig. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira