Kubica hjá Renault til loka 2012 7. júlí 2010 12:10 Robert Kubica er 25 ára gamall og frá Póllandi. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Um tíma var talið að hann ætti möguleika á sæti hjá Ferrari, en eftir að Ferrari framlengdi við Felipe Massa var ljóst að það var úr myndinni. Renault vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í Kubica áfram og það gekk eftir. "Það lá beint við að halda áfram með liði sem mér líður vel hjá. Það er mikilvægt fyrir mig að upplifa rétta andrúmsloftið með góðu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Það er nokkuð sem við höfum reynt að byggja upp", sagði Kubica. Hann er í sjötta sæti í stigamóti ökumanna og hefur tvívegis komist á verðlaunapall á árinu. "Við höfum náð mörgu sem stefnt var að og með vinnu, tíma og réttri aðferðarfræði þá komumst við enn hærra. Það er markmið okkar að stefna hærra á öllum sviðum, ekki bara í ár, heldur á næsta ári þegar reglum verður enn breytt. Ég hlakka til verkefnisins", sagði Kubica. Ekki er ljóst hvort Rússinn Vitay Petrov verður áfram við hlið Kubica á næsta ári, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Um tíma var talið að hann ætti möguleika á sæti hjá Ferrari, en eftir að Ferrari framlengdi við Felipe Massa var ljóst að það var úr myndinni. Renault vildi gera allt sem í þeirra valdi stóð til að halda í Kubica áfram og það gekk eftir. "Það lá beint við að halda áfram með liði sem mér líður vel hjá. Það er mikilvægt fyrir mig að upplifa rétta andrúmsloftið með góðu fólki sem vinnur að sameiginlegu markmiði. Það er nokkuð sem við höfum reynt að byggja upp", sagði Kubica. Hann er í sjötta sæti í stigamóti ökumanna og hefur tvívegis komist á verðlaunapall á árinu. "Við höfum náð mörgu sem stefnt var að og með vinnu, tíma og réttri aðferðarfræði þá komumst við enn hærra. Það er markmið okkar að stefna hærra á öllum sviðum, ekki bara í ár, heldur á næsta ári þegar reglum verður enn breytt. Ég hlakka til verkefnisins", sagði Kubica. Ekki er ljóst hvort Rússinn Vitay Petrov verður áfram við hlið Kubica á næsta ári, en hann er nýliði í Formúlu 1 á þessu ári.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira