Tvö efstu lið Iceland Express deildar karla í körfubolta, hefja úrslitakeppnina í ár en það er búið að gefa út leikdaga fyrir átta liða úrslitin.
Einvígin KR-ÍR og Keflavík-Tindastóll hefjast á fimmtudaginn kemur en daginn ef byrja einvígin Grindavík-Snæfell og Stjarnan-Njarðvík. Það er mikil spenna fyrir þessum leikjum enda var deildarkeppnin mjög jöfn.
Allir oddaleikir átta liða úrslitanna munu síðan fara fram viku síðar eða fimmtudaginn 1. apríl.
Leikdagar í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla
KR-ÍR
Leikur 1 DHL-höllin Fimmtudagur 25. mars kl. 19.15
Leikur 2 Seljaskóli Sunnudagur 28. mars kl. 17.00
Leikur 3 DHL-höllin Fimmtudagur 1. apríl kl. 19.15 Oddaleikur ef þarf
Keflavík-Tindastóll
Leikur 1 Keflavík Fimmtudagur 25. mars kl. 19.15
Leikur 2 Sauðárkrókur Sunnudagur 28. mars kl. 19.15
Leikur 3 Keflavík Fimmtudagur 1. apríl kl. 19.15 Oddaleikur ef þarf
Grindavík-Snæfell
Leikur 1 Grindavík Föstudagur 26. mars kl. 19.15
Leikur 2 Stykkishólmur Mánudagur 29. mars kl. 19.15
Leikur 3 Grindavík Fimmtudagur 1. apríl kl. 19.15 Oddaleikur ef þarf
Stjarnan-Njarðvík
Leikur 1 Ásgarður Föstudagur 26. mars kl. 19.15
Leikur 2 Njarðvík Mánudagur 29. mars kl. 19.15
Leikur 3 Ásgarður Fimmtudagur 1. apríl kl. 19.15 Oddaleikur ef þarf
