Umfjöllun: Fram leiddi HK til slátrunar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2010 21:08 Framarar fagna í kvöld. Mynd/Anton Fram komst í kvöld upp í annað sæti N1-deildar karla með sigri á HK, 36-26, sem tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð. HK er þar með fallið úr öðru sætinu en liðið tapaði þar áður fyrir Akureyri sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Fram vann í kvöld sinn sjötta sigur í kvöld. Framarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og tóku góðan sprett um miðjan hálfleiknum þar sem liðið náði sex marka forystu, 15-9. Þessum mun náðu þeir að halda allt til loka hálfleiksins en staðan að honum loknum var 18-13. HK virtist eiga í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Framara og munaði miklu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson náði sér alls ekki á strik. Honum tókst ekki að skora í sínum fjórum marktilraunum. Bjarki Már Elísson var einnig langt frá sínu besta en nýtti þó bæði vítaköstin sín. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Daníel Berg Grétarsson drógu vagninn fyrir HK en það var einfaldlega ekki nóg.Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk þrátt fyrir að hafa fengið rautt um miðjan seinni hálfleikinn.Mynd/AntonAuk þess að leika góðan varnarleik voru Framarar einnig öflugir hinum megin á vellinum. Þeir skoruðu nánast af vild af níu metrunum en alls komu ellefu slík mörk af fimmtán talsins sem komu úr uppstilltri sókn. Andri Berg Haraldsson og Róbert Aron Hostert fóru fyrir sókninni hjá Fram en alls komust átta leikmenn Fram á blað í fyrri hálfleiknum. Ólafur Bjarki komst í gang í síðari hálfleik og þá fóru hlutirnir loksins að ganga upp hjá HK sem á fyrri stundarfjórðungnum náði að minnka muninn í eitt mark. Til að bæta gráu á svart hjá heimamönnum fékk Andri Berg Haraldsson að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Ólafi Bjarka. Þar að auki var Róbert Aron úr leik vegna meiðsla. Allt virtist HK-ingum í hag. En þá hrundi leikur liðsins algerlega. Arnar Birkir Hálfdánsson átti gríðarlega sterka innkomu og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk fyrir Fram sem náði að sigla fram úr aftur. Reyndar keyrðu þeir yfir HK-inga á lokakafla leiksins og skoruðu þá tólf mörk gegn aðeins þremur.Daníel Berg Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir HK í kvöld, þar af sex í fyrri hálfleik.Mynd/AntonVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í leiknum fyrir pirringsbrot þegar að Arnar Birkir var í hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiksins. Arnar Birkir var drjúgur síðustu mínúturnar og aðrir ungir Framarar stóðu sig vel. Matthías Daðason átti ágæta innkomu í vinstra hornið auk þess sem að Einar Rafn Eiðsson átti góða spretti. HK-ingar hafa oft spilað miklu betur en í þessum leik. Ólafur Bjarki náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Daníel Berg ekki í þeim síðari. Bjarki Már hornamaður var langt frá sínu besta og Björn Ingi markvörður sömuleiðis. Atli Ævar Ingólfsson línumaður var ágætur í fyrri hálfleik en það dró af honum í þeim síðari.Tölfræði leiksins:Fram - HK 36 - 26 (18 - 13)Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7 (13), Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1 (7/1), Einar Rafn Eiðsson 6/2 (9/3), Róbert Aron Hostert 4 (4), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (3), Matthías Daðason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Kristján Svan Kristjánsson (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 14 (39/6, 36%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 7 (Einar Rafn 2, Matthías 2, Haraldur 1, Róbert Aron 1, Arnar Birkir 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór Jóhann 1, Andri Berg 1, Matthías 1, Arnar Birkir 1). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/5 (14/5), Daníel Berg Grétarsson 7 (11), Atli Ævar Ingólfsson 4 (8), Bjarki Már Elíasson 4/2 (8/2), Hörður Másson 2 (4), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (45/3, 29%), Valgeir Tómasson 0 (4/1). Hraðaupphlaup: 4 (Daníel Berg 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1). Fiskuð víti: 7 (Ólafur Bjarki 3, Hörður 2, Bjarki Már 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
Fram komst í kvöld upp í annað sæti N1-deildar karla með sigri á HK, 36-26, sem tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð. HK er þar með fallið úr öðru sætinu en liðið tapaði þar áður fyrir Akureyri sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Fram vann í kvöld sinn sjötta sigur í kvöld. Framarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og tóku góðan sprett um miðjan hálfleiknum þar sem liðið náði sex marka forystu, 15-9. Þessum mun náðu þeir að halda allt til loka hálfleiksins en staðan að honum loknum var 18-13. HK virtist eiga í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Framara og munaði miklu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson náði sér alls ekki á strik. Honum tókst ekki að skora í sínum fjórum marktilraunum. Bjarki Már Elísson var einnig langt frá sínu besta en nýtti þó bæði vítaköstin sín. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Daníel Berg Grétarsson drógu vagninn fyrir HK en það var einfaldlega ekki nóg.Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk þrátt fyrir að hafa fengið rautt um miðjan seinni hálfleikinn.Mynd/AntonAuk þess að leika góðan varnarleik voru Framarar einnig öflugir hinum megin á vellinum. Þeir skoruðu nánast af vild af níu metrunum en alls komu ellefu slík mörk af fimmtán talsins sem komu úr uppstilltri sókn. Andri Berg Haraldsson og Róbert Aron Hostert fóru fyrir sókninni hjá Fram en alls komust átta leikmenn Fram á blað í fyrri hálfleiknum. Ólafur Bjarki komst í gang í síðari hálfleik og þá fóru hlutirnir loksins að ganga upp hjá HK sem á fyrri stundarfjórðungnum náði að minnka muninn í eitt mark. Til að bæta gráu á svart hjá heimamönnum fékk Andri Berg Haraldsson að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Ólafi Bjarka. Þar að auki var Róbert Aron úr leik vegna meiðsla. Allt virtist HK-ingum í hag. En þá hrundi leikur liðsins algerlega. Arnar Birkir Hálfdánsson átti gríðarlega sterka innkomu og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk fyrir Fram sem náði að sigla fram úr aftur. Reyndar keyrðu þeir yfir HK-inga á lokakafla leiksins og skoruðu þá tólf mörk gegn aðeins þremur.Daníel Berg Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir HK í kvöld, þar af sex í fyrri hálfleik.Mynd/AntonVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í leiknum fyrir pirringsbrot þegar að Arnar Birkir var í hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiksins. Arnar Birkir var drjúgur síðustu mínúturnar og aðrir ungir Framarar stóðu sig vel. Matthías Daðason átti ágæta innkomu í vinstra hornið auk þess sem að Einar Rafn Eiðsson átti góða spretti. HK-ingar hafa oft spilað miklu betur en í þessum leik. Ólafur Bjarki náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Daníel Berg ekki í þeim síðari. Bjarki Már hornamaður var langt frá sínu besta og Björn Ingi markvörður sömuleiðis. Atli Ævar Ingólfsson línumaður var ágætur í fyrri hálfleik en það dró af honum í þeim síðari.Tölfræði leiksins:Fram - HK 36 - 26 (18 - 13)Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7 (13), Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1 (7/1), Einar Rafn Eiðsson 6/2 (9/3), Róbert Aron Hostert 4 (4), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (3), Matthías Daðason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Kristján Svan Kristjánsson (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 14 (39/6, 36%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 7 (Einar Rafn 2, Matthías 2, Haraldur 1, Róbert Aron 1, Arnar Birkir 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór Jóhann 1, Andri Berg 1, Matthías 1, Arnar Birkir 1). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/5 (14/5), Daníel Berg Grétarsson 7 (11), Atli Ævar Ingólfsson 4 (8), Bjarki Már Elíasson 4/2 (8/2), Hörður Másson 2 (4), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (45/3, 29%), Valgeir Tómasson 0 (4/1). Hraðaupphlaup: 4 (Daníel Berg 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1). Fiskuð víti: 7 (Ólafur Bjarki 3, Hörður 2, Bjarki Már 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira