Alonso svekktur eftir mistök Ferrari 14. nóvember 2010 20:24 Mynd: Getty Images Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Alonso var efstur í stigamótinu fyrir keppnina í dag og hafði alla burði til að landa titlinum, ef vel hefði gengið. Hann var þriðji á ráslínu en missti Jenson Button framúr sér í upphafi og síðan fleiri ökumenn eftir þjónustuhlé. Alonso var mjög svekktur eftir keppnina og tók það smávegis út á Vitaly Petrov úr bílnum eftir keppni, en Petrov lét sér fátt um finnast. Hafði ekið vel og haldið Alonso fyrir aftan sig án vandræða, eftir að Renault liðið skákaði Ferrari varðandi þjónustuhlé. "Þetta var sorgleg upplifun, en hvað getum við gert. Mótið gekk ekki eins við vildum. Fyrst tók Petrov hlé og svo Webber, þannig að við þurftum að verjast þeim. Við ákváðum að stíla inn að breyta áætlun okkar þannig að við gætum átt við Webber. Trúlega var það ekki rétt ákvörðun, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Aðrir stóðu sig bara betur", sagði Alonso sem náði aldrei að skáka Petrov sem var á undan honum eftir þjónustuhlé. Alonso gat ekki breytt afstöðu Ferrari manna hvað þjónustuhléið varðar. "Ég hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég sá Webber taka hlé og Felipe og Webber var að græða tíma á okkur, þannig að það varð að svara kallinu til að vera á undan Webber. En eftir á að hyggja hefðum við kannski getað haldið áfram eins og Button. En það var ómögulegt að vita hvort mjúk dekkin entust eður ei", sagði Alonso. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Alonso var efstur í stigamótinu fyrir keppnina í dag og hafði alla burði til að landa titlinum, ef vel hefði gengið. Hann var þriðji á ráslínu en missti Jenson Button framúr sér í upphafi og síðan fleiri ökumenn eftir þjónustuhlé. Alonso var mjög svekktur eftir keppnina og tók það smávegis út á Vitaly Petrov úr bílnum eftir keppni, en Petrov lét sér fátt um finnast. Hafði ekið vel og haldið Alonso fyrir aftan sig án vandræða, eftir að Renault liðið skákaði Ferrari varðandi þjónustuhlé. "Þetta var sorgleg upplifun, en hvað getum við gert. Mótið gekk ekki eins við vildum. Fyrst tók Petrov hlé og svo Webber, þannig að við þurftum að verjast þeim. Við ákváðum að stíla inn að breyta áætlun okkar þannig að við gætum átt við Webber. Trúlega var það ekki rétt ákvörðun, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Aðrir stóðu sig bara betur", sagði Alonso sem náði aldrei að skáka Petrov sem var á undan honum eftir þjónustuhlé. Alonso gat ekki breytt afstöðu Ferrari manna hvað þjónustuhléið varðar. "Ég hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég sá Webber taka hlé og Felipe og Webber var að græða tíma á okkur, þannig að það varð að svara kallinu til að vera á undan Webber. En eftir á að hyggja hefðum við kannski getað haldið áfram eins og Button. En það var ómögulegt að vita hvort mjúk dekkin entust eður ei", sagði Alonso.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira