Alonso svekktur eftir mistök Ferrari 14. nóvember 2010 20:24 Mynd: Getty Images Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Alonso var efstur í stigamótinu fyrir keppnina í dag og hafði alla burði til að landa titlinum, ef vel hefði gengið. Hann var þriðji á ráslínu en missti Jenson Button framúr sér í upphafi og síðan fleiri ökumenn eftir þjónustuhlé. Alonso var mjög svekktur eftir keppnina og tók það smávegis út á Vitaly Petrov úr bílnum eftir keppni, en Petrov lét sér fátt um finnast. Hafði ekið vel og haldið Alonso fyrir aftan sig án vandræða, eftir að Renault liðið skákaði Ferrari varðandi þjónustuhlé. "Þetta var sorgleg upplifun, en hvað getum við gert. Mótið gekk ekki eins við vildum. Fyrst tók Petrov hlé og svo Webber, þannig að við þurftum að verjast þeim. Við ákváðum að stíla inn að breyta áætlun okkar þannig að við gætum átt við Webber. Trúlega var það ekki rétt ákvörðun, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Aðrir stóðu sig bara betur", sagði Alonso sem náði aldrei að skáka Petrov sem var á undan honum eftir þjónustuhlé. Alonso gat ekki breytt afstöðu Ferrari manna hvað þjónustuhléið varðar. "Ég hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég sá Webber taka hlé og Felipe og Webber var að græða tíma á okkur, þannig að það varð að svara kallinu til að vera á undan Webber. En eftir á að hyggja hefðum við kannski getað haldið áfram eins og Button. En það var ómögulegt að vita hvort mjúk dekkin entust eður ei", sagði Alonso. Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Alonso var efstur í stigamótinu fyrir keppnina í dag og hafði alla burði til að landa titlinum, ef vel hefði gengið. Hann var þriðji á ráslínu en missti Jenson Button framúr sér í upphafi og síðan fleiri ökumenn eftir þjónustuhlé. Alonso var mjög svekktur eftir keppnina og tók það smávegis út á Vitaly Petrov úr bílnum eftir keppni, en Petrov lét sér fátt um finnast. Hafði ekið vel og haldið Alonso fyrir aftan sig án vandræða, eftir að Renault liðið skákaði Ferrari varðandi þjónustuhlé. "Þetta var sorgleg upplifun, en hvað getum við gert. Mótið gekk ekki eins við vildum. Fyrst tók Petrov hlé og svo Webber, þannig að við þurftum að verjast þeim. Við ákváðum að stíla inn að breyta áætlun okkar þannig að við gætum átt við Webber. Trúlega var það ekki rétt ákvörðun, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Aðrir stóðu sig bara betur", sagði Alonso sem náði aldrei að skáka Petrov sem var á undan honum eftir þjónustuhlé. Alonso gat ekki breytt afstöðu Ferrari manna hvað þjónustuhléið varðar. "Ég hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Ég sá Webber taka hlé og Felipe og Webber var að græða tíma á okkur, þannig að það varð að svara kallinu til að vera á undan Webber. En eftir á að hyggja hefðum við kannski getað haldið áfram eins og Button. En það var ómögulegt að vita hvort mjúk dekkin entust eður ei", sagði Alonso.
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti