Webber sefur eins og ungabarn þrátt fyrir spennandi titilslag 13. nóvember 2010 08:15 Mark Webber heldur ró sinni á hótelinu í Abu Dhabi þó titilslagurinn sé í algleymingi. Mynd: Getty Images/Vladimir Rys Mark Webber er einn fjögurra sem á möguleika á meistaratitli ökumanna um helgina í lokamótinu í Abu Dhabi. Hann hefur aldrei verið í titilslag áður, en virðist yfirvegaður og klár í slaginn þrátt fyrir mikla fjölmiðlaathygli á mótsstað og spennu vegna stöðunnar í stigamótinu. Fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum í lokamótinu. Webber ræddi við fréttamann á f1.com, sem er opinber vefur rétthafa Formúlu 1. Aðspurður um hver ætti að verða meistari sagði Webber; "Ég, af því ég er elstur! Afhverju ekki. Það er kominn tími til að fá niðurstöðu í þetta, en ég tel að þetta gæti staðið svona í tvö þrjú mót án þess að málin skýrðust almennilega. Við höfum allir verið í forystu á tímabilinu, en það sem er mikilvægast er hvernig staðan verður að leiðarlokum. Ég á góðan möguleika, en staða Alonso er betri", sagði Webber. Webber segir að það skipti ekki máli hvort hann ynni mótið hugsanlega vegna liðskipanna, þar sem slíkt hafi viðgengist lengi og engin muni eftir því þegar frá líður. Sú staða gæti komið upp að Alonso yrði meistari, ef Vettel er á undan Webber í mótinu miðað við ákveðnar sæta forsendur, en þá gæti Vettel hleypt Webber framúr til að hann verði meistari. Red Bull segjast ekki ætla stýra því hvað ökmenn gera við slíkar aðstæður. "Það eru allir að tala um möguleikanna. En hvað ef ég er í forystu! Ég ætla að vinna mótið og þarf ekki að ræða annað. En ef Fernando er annar, þá verður hann samt meistari. Ef Vettel er á undan verð ég að komast framúr. Vitanlega viljum við ekki árekstur okkar á milli eins og í Tyrklandi. Það besta sem ég get gert er að ná forystu og vinna. Þetta er löng keppni og vélarnar hjá öllum eru á mörkunum", sagði Webber. Webber hefur látið þau orð falla að hann sofi eins og ungabarn, þrátt fyrir háspennu um umstangið í kringum titilslaginn. Rólyndi hans mun örugglega hjálpa í tímatökunni í dag, en hann segir að hjartað hamist í brjósti hans og hann taki á öllu sem hann á þegar hann ekur í bílnum. Webber var spurður að því hver ætti tiltlinn skilinn ef hann fengi hann ekki. "Við eigum hann allir skilið. Seb (astian) hefur ekið mjög, mjög vel en hefur lent í vandræðum. Fernando var ekki með bílinn í þetta til að byrja með, en gengur vel núna. Við eigum allir möguleika skilinn og það er ómögulegt að svara þessu. Það yrði gott fyrir liðið að vinna báða titla, þannig að trúlega væri best ef Seb fengi hann, en hinir keppinautarnir", sagði Webber. Bein útsending er frá lokaæfingu keppnisliða í Abu Dhabi í dag kl. 09.55 í dag á Stöð 2 Sport og tímakan er í beinni útsendingu í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber er einn fjögurra sem á möguleika á meistaratitli ökumanna um helgina í lokamótinu í Abu Dhabi. Hann hefur aldrei verið í titilslag áður, en virðist yfirvegaður og klár í slaginn þrátt fyrir mikla fjölmiðlaathygli á mótsstað og spennu vegna stöðunnar í stigamótinu. Fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum í lokamótinu. Webber ræddi við fréttamann á f1.com, sem er opinber vefur rétthafa Formúlu 1. Aðspurður um hver ætti að verða meistari sagði Webber; "Ég, af því ég er elstur! Afhverju ekki. Það er kominn tími til að fá niðurstöðu í þetta, en ég tel að þetta gæti staðið svona í tvö þrjú mót án þess að málin skýrðust almennilega. Við höfum allir verið í forystu á tímabilinu, en það sem er mikilvægast er hvernig staðan verður að leiðarlokum. Ég á góðan möguleika, en staða Alonso er betri", sagði Webber. Webber segir að það skipti ekki máli hvort hann ynni mótið hugsanlega vegna liðskipanna, þar sem slíkt hafi viðgengist lengi og engin muni eftir því þegar frá líður. Sú staða gæti komið upp að Alonso yrði meistari, ef Vettel er á undan Webber í mótinu miðað við ákveðnar sæta forsendur, en þá gæti Vettel hleypt Webber framúr til að hann verði meistari. Red Bull segjast ekki ætla stýra því hvað ökmenn gera við slíkar aðstæður. "Það eru allir að tala um möguleikanna. En hvað ef ég er í forystu! Ég ætla að vinna mótið og þarf ekki að ræða annað. En ef Fernando er annar, þá verður hann samt meistari. Ef Vettel er á undan verð ég að komast framúr. Vitanlega viljum við ekki árekstur okkar á milli eins og í Tyrklandi. Það besta sem ég get gert er að ná forystu og vinna. Þetta er löng keppni og vélarnar hjá öllum eru á mörkunum", sagði Webber. Webber hefur látið þau orð falla að hann sofi eins og ungabarn, þrátt fyrir háspennu um umstangið í kringum titilslaginn. Rólyndi hans mun örugglega hjálpa í tímatökunni í dag, en hann segir að hjartað hamist í brjósti hans og hann taki á öllu sem hann á þegar hann ekur í bílnum. Webber var spurður að því hver ætti tiltlinn skilinn ef hann fengi hann ekki. "Við eigum hann allir skilið. Seb (astian) hefur ekið mjög, mjög vel en hefur lent í vandræðum. Fernando var ekki með bílinn í þetta til að byrja með, en gengur vel núna. Við eigum allir möguleika skilinn og það er ómögulegt að svara þessu. Það yrði gott fyrir liðið að vinna báða titla, þannig að trúlega væri best ef Seb fengi hann, en hinir keppinautarnir", sagði Webber. Bein útsending er frá lokaæfingu keppnisliða í Abu Dhabi í dag kl. 09.55 í dag á Stöð 2 Sport og tímakan er í beinni útsendingu í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira