TR krefur erfingjana um ofgreiddan lífeyri 30. september 2010 06:00 Guðrún Lilja Benjamínsdóttir Móðir Guðrúnar Lilju lést 75 ára gömul eftir veikindi fyrir tæpum tveimur árum og hvílir nú við hlið eiginmanns síns í Fossvogskirkjugarði. Tryggingastofnun segir móðurina hafa fengið of háar greiðslur og vill að erfingjarnir endurgreiði þær. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Þetta er einfaldlega svívirðilegt," segir Guðrún Lilja Benjamínsdóttir um greiðsluáskorun sem henni barst frá Tryggingastofnun ríkisins í síðustu viku. Móðir Guðrúnar Lilju, systur hennar og tveggja bræðra lést í nóvember 2008. Dánarbú móðurinnar var gert upp um það bil ári síðar hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Í síðustu viku barst systkinunum öllum greiðsluáskorun frá Sýslumanninum á Blönduósi fyrir hönd Tryggingastofnunar. Fram kemur að móðir þeirra hafi fengið ofgreiddar bætur frá TR og að systkinin sem erfingjar séu ábyrg fyrir skuldum dánarbús hennar. Þau eigi að greiða 104.763 krónur. Systkinin eru afar ósátt við hina síðbúnu rukkun fyrir meintar ofgreiðslur til móður þeirra á árunum 2007 og 2008. Þau hafi fengið þær upplýsingar hjá TR að stofnunin hafi áður í tvígang sent innheimtubréf vegna skuldarinnar, það hafi verið gert í júlí 2008, nokkrum mánuðum áður en móðir þeirra lést, og í ágúst 2009. Systkinin segjast ekkert kannast við þessi fyrri innheimtubréf. Þau fengu hins vegar afrit af þeim frá Tryggingastofnun í gær. „Þegar fyrra bréfið á að hafa verið sent var mamma enn þá á lífi og hún var nú þannig kona að hún skuldaði engum neitt," segir Guðrún Lilja sem kveðst afar undrandi á vinnubrögðunum. „Við gerðum upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt á ekki að vera hægt að gera ef það liggja fyrir einhverjar óuppgerðar opinberar kröfur í búið." Guðrún Lilja segir systkinin munu greiða skuld móður sinnar. Þeim finnist málið hins vegar í meira lagi undarlegt. „Við getum alveg borgað en okkur finnst bara svo ósvífið hvernig staðið er að þessu. Kannski er bara verið að auka tekjur af fólkinu í Fossvoginum, það er að segja þeim sem hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu gamni slepptu þá hlýtur þetta að kosta mikið umstang. Sýslumaðurinn í Kópavogi þarf að taka dánarbúið upp aftur því sennilega verður að endurreikna erfðafjárskattinn sem við vorum búin að borga." Hjá Tryggingastofnun ríkisins fengust þær upplýsingar að ef í ljós kemur að skjólstæðingar stofnunarinnar hafi fengið of háar greiðslur séu sendir uppgjörsseðlar fyrir því um sama leyti og skatturinn sendir frá sér sína álagningu árið eftir. Þótt bótaþegar andist og erfingjarnir geri upp dánarbúið hverfi slíkar skuldir ekki - nema þær séu gerðar upp. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira