Bilun er í kaldavatnslögn í brunni við Hlíðarbraut skammt frá efstu brúnni yfir Glerá. Unnið er að því að komast að biluninni.
Loka þarf fyrir vatn að Giljahverfi og Síðuhverfi af þessum sökum.
Enn er óvíst hversu langan tíma tekur að gera við bilunina. Nánari fréttir verða settar inn á heimasíðu Norðurorku hf. ( www.no.is ) þegar upplýsingar liggja fyrir.