Vettel gæti verið í Formúlu 1 í 15 ár 22. nóvember 2010 12:55 Sebastian Vettel með skilti sem hann kvittaði á í gær fyrir framan heimamenn Í Heppenheim í gær. Hann er frá þessum bæ. Mynd: Getty Images Mario Thiessen hjá BMW telur að landi hans Sebastian Vettel geti orðið í Formúlu 1 næstu 15 árum, ef allt gengur vel hjá nýbökuðum meistaranum. Vettel heimsótti heimabæ sinn í Þýskalandi á sunnudaginn og mættu um 25.000 manns til að sjá meistarann. Hann kvittaði m.a. á götuskilti sem á stóð Vettelheim. "Hann vann frábæra vinnu, sérstaklega í síðusu fjórum mótunum þegar pressan jókst", sagði Thiessen í frétt á autosport.com um keppnistímabilið í ár. Thiessen þekkir vel til Vettels, en hann tók sín fyrstu Formúlu 1 spor tmeð BMW. Hnnn fór svo yfir til Red Bull fyrirtækisins, sem lét hann um borð í bíl Torro Rosso seinni hluta tímabilsins 2007. Vettel vann sitt fyrsta mót árið 2008 á Ítalíu Torro Rosso, en var síðan færður yfir til Red Bull liðsins. Vettel var síðan í meistaraslagnum þetta keppnistímabil og varð meistari á dögunum í Abu Dhabi. Það var í fyrsta skipti sem hann leiddi stigamótið. "Þegar allt gekk ekki eftir, þá hélt hann (Vettel) ró sinni. Á meðal þeirra fjögurra og fimm sem áttu möguleika, þá var það sá yngsti sem var hættu að gera mistök. Það var verulega gott." "Hann er toppökumaður, einn af toppökumönnunum í Formúlu 1, 23 ára gamall. Ef allt gengur vel, þá á hann 15 ár eftir í Formúlu 1, þannig að það eru nokkrir meistaratitlar sem hann getur unnið á réttum bíl." Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Mario Thiessen hjá BMW telur að landi hans Sebastian Vettel geti orðið í Formúlu 1 næstu 15 árum, ef allt gengur vel hjá nýbökuðum meistaranum. Vettel heimsótti heimabæ sinn í Þýskalandi á sunnudaginn og mættu um 25.000 manns til að sjá meistarann. Hann kvittaði m.a. á götuskilti sem á stóð Vettelheim. "Hann vann frábæra vinnu, sérstaklega í síðusu fjórum mótunum þegar pressan jókst", sagði Thiessen í frétt á autosport.com um keppnistímabilið í ár. Thiessen þekkir vel til Vettels, en hann tók sín fyrstu Formúlu 1 spor tmeð BMW. Hnnn fór svo yfir til Red Bull fyrirtækisins, sem lét hann um borð í bíl Torro Rosso seinni hluta tímabilsins 2007. Vettel vann sitt fyrsta mót árið 2008 á Ítalíu Torro Rosso, en var síðan færður yfir til Red Bull liðsins. Vettel var síðan í meistaraslagnum þetta keppnistímabil og varð meistari á dögunum í Abu Dhabi. Það var í fyrsta skipti sem hann leiddi stigamótið. "Þegar allt gekk ekki eftir, þá hélt hann (Vettel) ró sinni. Á meðal þeirra fjögurra og fimm sem áttu möguleika, þá var það sá yngsti sem var hættu að gera mistök. Það var verulega gott." "Hann er toppökumaður, einn af toppökumönnunum í Formúlu 1, 23 ára gamall. Ef allt gengur vel, þá á hann 15 ár eftir í Formúlu 1, þannig að það eru nokkrir meistaratitlar sem hann getur unnið á réttum bíl."
Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira