Fótbolti

Spalletti: Margir sköllóttir menn í Mílanó

Elvar Geir Magnússon skrifar
Luciano Spalletti fagnaði rússneska meistaratitlinum með því að rífa sig úr að ofan.
Luciano Spalletti fagnaði rússneska meistaratitlinum með því að rífa sig úr að ofan.

Sprelligosinn Luciano Spalletti segist ekkert hafa heyrt í forráðamönnum Inter á Ítalíu. Spalletti er þjálfari Zenit frá Pétursborg en hefur verið orðaður við stöðuna hjá Inter.

Spalletti er fyrrum þjálfari Roma. „Ég er mjög ánægður hér í Rússlandi og er ekki á förum. Ég hef ekki verið í sambandi við Inter eða neitt annað lið í Evrópu. Það er verk aðð vinna með Zenit og er þegar farinn að undirbúa næstu leiktíð," sagði Spalletti.

Spalletti gerði Zenit að rússneskum meisturum á dögunum. Það sást til hans í Mílanó á miðvikudag og fóru þá sögur á kreik um að hann væri að taka við Inter. Evrópumeistararnir hafa ollið miklum vonbrigðum á tímabilinu og eru sem stendur í sjöunda sæti undir stjórn Rafa Benítez.

„Var ég í Mílanó? Það er margir sköllóttir menn þar, það þarf ekkert endilega að hafa verið ég," sagði Spalletti í gamansömum tón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×